ESB með áróður í sænskum skóla, segir “þjóðarstefnu vera ógn við lýðræðið”

Í dag verður haldinn áróðursfyrirlestur kostaður af ESB í Tranebergsskólanum í Lycksele í Norður Svíþjóð undir fyrirsögninni: “Framgangur þjóðarstefnunnar er ógn við lýðræðið”. Skyldumæting er fyrir nemendur að hlýða á áróðurinn sem samtökin Europa Direkt ásamt sveitarfélögum héraðsins skipuleggja. Nemendur skólans höfðu samband við miðilinn Samnytt og mótmæltu áróðursfundinum, þar sem skólinn á að vera óhóður stjórnmálastefnum með rými fyrir allar skoðanir. Rektor skólans Eva Lundström segir fyrirsögnina ekki taka pólitíska afstöðu. Alexandra Holmgren sem er 18 ára nemandi við skólann segir í viðtali við Samnytt: “Ég fann strax fyrir því að boðskapurinn var einhliða – að þjóðleg stefna ógni lýðræðinu. Við fáum ekki sjálf að skilgreina og taka eigin afstöðu heldur er þetta matreitt sem staðreyndir. Enginn möguleiki til að fá að heyra aðrar hliðar málsins. Það eru að sjálfsögðu einnig til kostir við þjóðarstefnu en það vilja þeir ekki tala um”. Skv. skólalögum í Svíþjóð á að dreifa stjórnmálaupplýsingum með aðstoð margra mismunandi flokka sem fá að kynna stefnuskrár sínar. Skv. rektor skólans stendur ESB ásamt sveitarfélögum héraðsins að “kynningunni”. Á heimasíðu samtakanna Europa Direkt er boðið upp fyrirlestra um ESB sem eru “aðlagaðir að eigin þörfum fyrir 0 krónur”. ESB hefur 16 slíkar áróðursmiðstöðvar í Svíþjóð, 9 í Finnlandi, 3 í Danmörku og 49 í Frakklandi svo dæmi séu tekin auk langtum fleiri í öðrum aðildarríkjum ESB.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila