ESB sendir Elon Musk aðvörun: það er of mikið af „röngum upplýsingum“ á X


ESB hefur gefið Elon Musk viðvörun og krefst þess, að samfélagsmiðillinn X sem áður hét Twitter fari að víðtækum nýjum lögum um falsfréttir, hatursáróður og rússneskan áróður. Viðvörunin kemur í kjölfar fullyrðinga um að samfélagsmiðillinn X hafi „hæsta hlutfall rangra upplýsinga“ af öllum helstu samfélagsmiðlum.

Skýrsla ESB greinir magn rangupplýsinga sem sagt er að sýni í fyrsta skipti umfang „falsfrétta“ á samfélagsmiðlum í öllum aðildarríkjum ESB eftir að búið er að loka milljónum falsaðra reikninga. Facebook kemur næst á eftir X samkvæmt skýrslunni. Allar skráðar færslur verða merktar ólöglegar innan ESB samkvæmt illræmdu lögunum um stafræna þjónustu (DSA), sem tóku gildi í ágúst.

Facebook og aðrir metrisar, þar á meðal Google, Tiktok og Microsoft, hafa skrifað undir starfslýsingu sem ESB samdi til að tryggja, að þeir væru tilbúnir í tæka tíð til að starfa innan ramma nýju laganna. Twitter yfirgaf starfslýsinguna hins vegar. Samkvæmt nýju lögunum verður skylt að fylgja reglunum eða eiga hættu á því að verð bannað að starfa innan gjörvalls ESB. Věra Jourová, ábyrgur kommissjóner á þessu sviði sagði:

„Herra Musk veit, að hann kemst ekki undan eftir að hafa yfirgefið starfslýsinguna. Það eru skyldur samkvæmt þessum hörðu lögum. Skilaboðin mín til Twitter/X eru þau, að þið verðið að fylgja reglunum. Við munum fylgjast með því sem þið gerið.“

Hálfsannleikur og lygar

Vera Jourová gagnrýnir Rússland og fullyrðir:

„Rússneska ríkið hefur tekið þátt í hugmyndafræðilegu stríði til að menga upplýsingarými okkar með hálfsannleik og lygum til að skapa þá röngu mynd, að lýðræði sé ekki betra en einræði.“

Eigandi Linkedin, Microsoft, stöðvaði 6,7 milljónir falska reikninga og fjarlægði 24.000 innlegg með „röngu efni.“ YouTube, sem er í eigu Google, sagði ESB að það hefði fjarlægt meira en „400 rásir sem taka þátt í samræmdum áhrifaaðgerðum tengdum rússneska ríkisstyrkta fyrirtækinu Internet Research Agency“. Tiktok fjarlægði næstum sex milljónir falsreikninga og 410 óstaðfestar auglýsingar. Google fjarlægði auglýsingar af næstum 300 vefsíðum sem tengdar voru við „áróðrarsíður sem fjármagnaðar eru af ríkinu“ og hafnaði meira en 140.000 pólitískum auglýsendum vegna „misheppnaðra auðkenninga.“

Fólksflutningar og loftslagskreppa

Samkvæmt skýrslunni hefur móðurfyrirtæki Facebook, Meta, aukið svokallaða staðreyndaskoðun sína til 26 samstarfsaðila á yfir 22 tungumálum innan ESB. Stríðið í Úkraínu átti að vera algengasta umræðuefnið fyrir meintan áróður, en samfélagsmiðlarnir greindu einnig frá svokallaðri hatursorðræðu í tengslum við innflytjendaflutninga, LGBTQ og „loftslagskreppuna.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila