ESB-þingkonan Clare Daly: „Tími kominn að fólk rísi upp og stöðvi brjálæðið í Úkraínu!“

Stríðið í Úkraínu er „brjálæði“ drifið áfram af „drápstrúðum“ Vesturlanda. Það fullyrðir Clare Daly, þingmaður ESB, í nýrri ræðu. Hún skorar á fólkið í Evrópu að mótmæla stríðinu og krefjast friðar, áður en brjálæðið fer með okkur öll út af sporinu.

Nató og drápstrúðurinn Boris Johnson eyðulögðu friðinn

Írski Evrópuþingmaðurinn Clare Daly er orðin leið á stríðinu í Úkraínu. Að sögn Daly hefði friður getað skapast þegar síðasta vor, en það var stöðvað af Nató og „drápstrúðnum“ Boris Johnson, segir hún.

Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, upplýsti nýlega að friðarsamkomulag var við hendi skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í fyrra. En friðarferlið var eyðilagt af Vesturlöndum, sem frekar vildu „kremja Pútín en semja“ sagði Bennett. Samkvæmt Clare Daly ættu raddir hvaðanæva að kalla eftir vopnahléi og friði, en þess í stað eru gerðar ályktanir sem gera alfarið hið gagnstæða. Clare Daly þrumaði boðskap sínum á Evrópuþinginu:

„Hver selur nýjustu lygina um að málið snúist ekki lengur um að verja Úkraínu. Að það snúist um að Úkraína þurfi að vinna. Hvað þýðir það eiginlega? Í apríl síðastliðnum var samningur á borðinu sem hefði gert það að verkum að Rússland hefði dregið sig til baka gegn því að Úkraína gengi ekki í Nató. En vestrænir vinir Úkraínu, morðingjatrúðurinn Boris Johnson og Nató stormuðu á sviðið og sögðu þeim að halda áfram að berjast. Niðurstaðan? Sex eyðilagðar borgir, fjögur ólöglega innlimuð héruð, 108 milljarða evra í aðstoð sem úkraínska þjóðin mun þurfa að borga til baka á áratugum og alþjóðleg matvæla- og orkukreppa.“

Engin dýrð í gröfinni

„Á þetta að vinnast? Venjulegt fólk vinnur ekki stríð. Það verður fallbyssufóður í þágu annarra. Hrópið dýrð hérna innandyra eins og þið getið en það er engin dýrð í gröfinni. Og aðeins grafir koma út úr þessu brjálæði. Það er kominn tími til, að fólk og hinn þögli meirihluti um alla Evrópu fari út á göturnar um helgina og krefjist friðar og bindi enda á stríðið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila