ESB-þingkonan: Ríkisstjórnir ESB-ríkja njósna um blaðamenn og stjórnarandstæðinga

Hollenska ESB þingkonan Sophie in ‘t Veld (D66). (Mynd @ ESB þingið/CC 2.0)

Ríkisstjórnir ESB fylgjast með og kortleggja samskipti blaðamanna „án aðgerða og án eftirlits“ fullyrðir hollenska ESB þingkonan Sophie in ‘t Veld. Hún var að bregðast við ásökunum um að ýmis ESB-ríki hafi komið fyrir hættulegum forritum og njósnahugbúnaði í síma fjölmargra rússneskra blaðamanna.

Sophie in ‘t Veld setur fram þessar fullyrðingar varðandi ásakanir gagnvart ríkjum Evrópusambandsins í viðtali við The Guardian.

Galina Timchenko, gamalreyndur ritstjóri og meðstofnandi rússnesku fréttasíðu stjórnarandstöðunnar „Meduza,“ staðfesti við The Guardian, að síminn hennar hafi verið hleraður með ísraelska „Pegasus“ njósnaforritinu (sjá einnig X að neðan). Gerðist það meðal annars á fundi með öðrum rússneskum blaðamönnum í Berlín fyrr á þessu ári. Rannsókn háskólans í Toronto og Access Now sýndu að minnsta kosti eitt ESB-ríki var á bak við innbrotið í síma Timchenko.

Evrópsk öryggisþjónusta er sérstaklega nefnd

Timchenko býr og starfar núna í Lettlandi og þar neita stjórnvöld alfarið að eiga hlut að máli. Þýsk yfirvöld hafa hingað til neitað að tjá sig um gögnin. Hins vegar eru bæði lönd sögð hafa aðgang að Pegasus hugbúnaðinum. Hugbúnaðurinn er þróaður af ísraelska fyrirtækinu NSO, sem er svartlistað meðal annars af Bandaríkjunum. Ritstjóri Meduza segir að:

„Líklegt sé að innbrotið hafi verið framið af einhverri evrópskri öryggisþjónustu. Við vitum ekki hvort það var Lettland eða eitthvað annað land, en við höfum stærri nærveru í Lettlandi.“

Líkt við Stasi

Samkvæmt skýrslu sem Sophie in ‘t Veld tók saman hafa stjórnvöld í Póllandi, Ungverjalandi, Grikklandi og Spáni til dæmis öll notað Pegasus til að kortleggja pólitíska andstæðinga.

„Menn hafa oft sagt að líkja megi allri þessari njósnahugbúnaðarsögu við evrópsku útgáfuna af Watergate. Það er ekki þannig. Þetta er meira eins og „Líf hinna“ sagði hún og vísaði til þýskrar kvikmyndar sem sýnir umfangsmikið eftirlit austur-þýska Stasi með þegnum sínum. Ég er ekki að segja, að Evrópa sé þegar á leiðinni alræði en þetta eru alræðisaðferðir. Ef það er rétt, að lettnesk stjórnvöld eða önnur Evrópuríki hafi gert þetta, þá er engin leið að komast að því. Það er engin lækning og engin eftirlit.“

Fylgst hefur verið með að minnsta kosti 50.000

Pegasus njósnaforrit er hægt að setja upp á farsíma með eða án þess að notandinn smelli á falsa linka. Þegar forritið hefur verið sett upp gerir Pegasus tölvuþrjótum kleift að lesa skilaboð, skoða myndir, fylgjast með staðsetningu viðkomandi og jafnvel kveikja á myndavélinni og hljóðnemanum án þess að eigandi símans viti það.

Samkvæmt samantekt um viðskiptavini NSO, sem lak út árið 2021, þá hefur ísraelska njósnaforritið verið notað til að fylgjast með meira en 50.000 stjórnmálamönnum, blaðamönnum, aðgerðarsinnum og viðskiptafulltrúum. með ísraelska skemmdarverkaáætluninni. Sophie in ‘t Veld segir:

„Ríkisstjórnir ESB nota hugbúnaðinn í pólitískum tilgangi, rétt eins og ólýðræðislegar ríkisstjórnir gera. Í sumum undantekningartilvikum getur notkun njósnahugbúnaðar verið lögmæt … málið er að við höfum enga leið til að vita hvort notkunin sé í réttu hlutfalli eða lögmæt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila