Facebook viðurkennir að „staðreyndakönnun“ er í rauninni stjórnmálaritskoðun

Félagsmiðlarnir hafa í langan tíma verið undir mikilli gagrnýni fyrir að hreinsa burtu staðreyndir, minnka dreifingu vissra skoðana og banna notendur með íhaldssamar skoðanir. Facebook kom nýlega með hóp „staðreyndakönnuða“ sem fengu mikil völd til að hreinsa burtu, það sem notendur birta á miðlinum. Núna viðurkennir samsksiptarisinn það, sem mjög margir hafa gagnrýnt þennan hóp fyrir: Að ekki sé verið að athuga staðreyndir heldur verðlauna vinstri skoðanir og veita þeim forgöngu umfram íhaldssamar skoðanir.

Viðurkenningin birtist í svari Facebook við ákæru hins vinsæla blaðamanns John Stossel gegn Facebook, sem hann sendi til dómsstóls. John Stossel afhjúpaði yfirlýsta baráttu Facebook „gegn falsupplýsingum“ og sagði hana vera fyrirslátt vegna stjórnmálegrar ritskoðunar. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndum Sossels um málið.

Stossel varð sjálfur ritskoðaður á Facebook, þegar hann upplýsti um ritskoðunina. Og einnig fyrir að hafa verið með efasemdir um vissar fullyrðingar í loftslagsumræðunni. Þá komu „staðreyndakönnuðir“ inn á völlinn og hreinsuðu burtu innlegg Stossel með aðstoð fyrirtækisins Science Feedback, sem fengið hefur umboð Facebook til að ritskoða gagnrýnar skoðanir á loftslagsdómsdagsumræðum eða flagga þeim sem „fölskum“ svo enginn geti deilt þeim áfram.

Stossel ákvað að lokum að stefna Facebook fyrir dómsstól. Þar hefur netrisinn varið sig með því, að það sem gerðist var ekki á þeirra ábyrgð og því ekki þeirra vandamál. Fullyrti Facebook, að deila Stossel væri í staðinn við fyrirtækið Science Feedback.

Samtímis viðurkenndi Facebook, að stimplun innleggja sem „falskra“ sé ekki eins og áður hefur verið sagt – hlutlaus könnun staðreynda. Í staðinn byggir slíkt mat á skoðun könnuðanna, sem Facebook segir að eru varðir af fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar. Spyrja má þá, hvort sú sama grein gildi ekki einnig um þá, sem verða fyrir barðinu á ritskoðunum Facebook?

New York Post skrifar um málið

New York Post, sem sjálft hefur lent í ritskoðun netrisanna sagði frá málinu. Grein í blaðinu um að kórónuveiran hafði lekið frá rannsóknarstofu í Wuhan í Kína var stimpluð „falsfrétt“ af staðreyndakönnuðum Facebook. Núna er sú skoðun sú algengasta um uppruna veirunnar.

Blaðinu tókst að sanna, að á bak við staðreyndakönnuði Facebook voru fyrirtæki og samtök sem ekki voru svo „óháð og óhlutdræg“ eins og Facebook hélt fram, þegar hópar slíkra könnuða voru stofnaðir. Í máli New York Times voru m.a. EcoHealth samtökin með í staðreyndakönnuninni en þau samtök hafa fjármagnað starfsemi umræddrar rannsóknarstofu í Wuhan.

Twitter vinnur á svipaðan hátt. Þegar New York Times birti grein um Hunter Biden, son Joe Biden forsetaframbjóðanda demókrataflokksins og upplýsti um innihaldið á ferðatölvu Hunts Biden, þá var blaðið útlokað frá Twitter og gat ekki sett hlekk þangað um greinina. New York Post segir, að ritskoðununum hafi verið aflétt seinna en þá fyrst eftir að fréttirnar voru orðnar gamlar og höfðu misst fréttavægi.

Blaðið fullyrðir, að „staðreyndakannanaiðnaðinum“ sé fjárhagslega haldið uppi af vinstri stórmennum eins og George Soros, samtökum aðgerðasinna á ríkisstyrkjum og netrisunum sjálfum. Könnuðirnir eru því langt í frá að vera óhlutdrægir.

New York Post segir, að Facebook leggi ritskoðun út á verktaka í staðinn fyrir að gera vinnuna sjálfir, til þess eins að geta þvegið hendur sínar og komast hjá því að taka ábyrgð.

Hið frjáls orð er stærsta fórnarlambið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila