Farage: „Við verðum að berjast – þeir ætla að fara með Bretland inn í ESB!“

Það er mögulegt, að Nigel Farage snúi aftur til stjórnmálanna, það tilkynnir hann sjálfur. Til að berjast gegn hnattræningjum, sem tekist hefur að fremja valdarán í Bretlandi að mati Farage. Hann bendir á, að hann getur ekki gert það einsamall. Stór íhaldsnöfn þurfa að safna liði og sigra glóbalistana segir hann á nýju myndbandi á Twitter (sjá neðar á síðunni).

Glóbalistarnir vilja setja sinn mann í leiðtogasætið sem styður Evrópusambandið og vill stærra ríkisvald með hærri sköttum – Íhaldsflokkurinn er dauður

Eftir aðeins 45 daga sagði Liz Truss af sér sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Brexit, segir „alþjóðlegt valdarán“ í gangi. Og hann veit hver mun koma í stað Truss, segir hann:

„Það verður ákveðið í samsæri íhaldssamra þingmanna. Ég get nú þegar sagt ykkur niðurstöðuna: Það verður glóbalisti, stuðningsmaður Evrópusambandsins og aukins ríkisvalds með háum sköttum.“

„Íhaldsflokkurinn eins og við þekktum hann er dauður. Ég efast ekki um það.“

Vorkennir Truss – hún gerði að minnsta kosti tilraun

Sem samferðarmaður segist Farage vorkenna Liz Truss svolítið.

„Hún reyndi að minnsta kosti að gera rétt, en hún gat það ekki og frammistaða hennar var léleg. En hún reyndi að spyrna gegn hnignuninni, reyndi að minnka umfang ríkisvaldsins, reyndi að koma meiri peningum í vasa fólks og ég virði hana fyrir að minnsta kosti að hafa reynt það.“

„Og eins og ég sagði: Arftaki hennar verður glóbalisti. Sjáið bara til. Þetta verður afturhvarf til efnahagsstjórnar með litlum hagvexti og lítilli framleiðni.“

Landinu sárvantar alvöru íhaldsflokk

Samkvæmt Nigel Farage er nú aðeins ein leið fram á við.

„Við þurfum að skipta út íhaldsflokknum. Margir vilja að ég geri það. En sannleikurinn er sá, að ég get ekki gert það einsamall. Nokkur mjög fræg þjóðarnöfn þurfa að sameina kraftana. Ef við ætlum að skipta út Tory-flokknum, þá þurfum við að hafa mörg þungavopn með okkur um borð. Það kemur í ljós, hvort þetta fólk er til. Ég hef séð allt of marga íhaldsmenn sem eru hugrakkir í orðum en ekki í gjörðum sínum. En okkur vantar flokk, sem berst gegn glóbalismanum og berst fyrir réttindum einstaklingsins.“

„Landinu sárvantar flokk sem er virkilega íhaldssamur. Baráttan er hafin. Þeir vilja koma okkur aftur inn á innri markað ESB. Við verðum að berjast! En ég get það ekki einsamall.“

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila