Fasteignafélag undirbýr leigjendur undir sprengjuárásir í anddyri fjölbýlishúsa

Myndin sýnir afleiðingar af einni sprengjuárás á fjölbýlishús í Stokkhólmi (mynd skjáskot svt).

Eftir ofbeldisbylgjuna í Stokkhólmi að undanförnu með sprengingum á íbúðarhús, þá hefur fasteignafyrirtækið Sollentunahem tekið fram leiðbeiningar fyrir leigugestina, ef alvarlegt atvik verður í einhverjum fjölbýlishúsa fyrirtækisins.

Leiðbeiningarnar hafa verið sendar til allra leigjenda Sollentunahems og inniheldur meðal annars lista yfir það sem mikilvægt er að huga að, ef maður yrði fyrstur á vettvang í húsi þar sem sprengjuárás hefur verið gerð.

Húseigandinn hvetur leigjendur að taka enga áhættu, halda sér í fjarlægð frá óþekktum hlutum sem líkjast sprengju, skotfærum eða vopnum og fara rólega á brott og biðja aðra að koma með sér ásamt því að hringja í 112 og tilkynna um ódæðið. Kristian Bergström, bæjarlögreglunni í Sollentuna, segir við staðbundna blaðið Mitt i:

„Það er enn sem komið er mjög óvenjulegt að hættulegir eða sprengifimir hlutir finnist í íbúðaumhverfi í sveitarfélaginu Sollentuna, en atburðir á öðrum svæðum skapa að sjálfsögðu óöryggi fyrir alla.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila