Fasteignarisarnir eina ferðina enn að rústa sænska fjármálakerfinu

Fjármálastöðugleikanum ógnað í Svíþjóð

Svíþjóð stendur frammi fyrir nýrri fjármála- og fasteignakreppu, þegar stærstu sænsku fasteignafélögin geta ekki greitt til baka 500 milljarða sek lán, sem eru á gjalddaga á næstunni. Afborganir eru um 100 milljarðar sænskar krónur árlega næstu fimm árin. Sænska Fjármálaeftirlitið varar við þeirri atburðarás í nýrri skýrslu.

Fasteignamarkaðurinn er nú í mjög viðkvæmri stöðu og í október tók einn stærsti fasteignafjárjöfurinn, fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Ilija Batljan sósíaldemókrati, það óvenjulega skref að mótmæla sögusögnum um að hann væri gjaldþrota á Twitter.

Að sögn Fjármálaeftirlitsins hafa hin mjög skuldsettu fasteignfyrirtæki líklega ekki möguleika á að fá bankalán til þess að mæta þörfinni, segir í frétt SVT. Henrik Braconier, aðalhagfræðingur Fjármálaeftirlitsins segir við SVT:

„Í grundvallaratriðum hafa bankarnir bolmagn til að mæta allri þessari þörf. En ég held að þeir vilji ekki gera það.“

Í kreppunni á tíunda áratugnum höfðu bankarnir lánað mikið fé til fasteignafyrirtækja, sem drógu bankana með sér í falli þeirra, þegar leigumarkaður atvinnuhúsnæðis slóst út í upphafi kreppunnar. Að þessu sinni hafa fyrirtækin í staðinn tekið lán á skuldabréfamarkaði – á um eitt prósent vöxtum. Vextirnir eru núna komnir upp í 7 %, sem fasteignafyrirtækin ráða ekki við. Reyna þau að losa sig við fasteignir mun verða verðfall og enn fleiri dragast með inn í kreppuna.

Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð metur því ástandið þannig, að fjármálastöðugleika í Svíþjóð sé ógnað – sjá skýrslu Fjármálaeftirlitsins á sænsku hér að neðan og undir henni myndband af fundi um sænska fjármálakerfið þar sem sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins ræða um stöðugleikann á fjármálamörkuðum:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila