„FBI kom til okkar“ – Zuckerberg viðurkennir að hafa ritskoðað mikilvægar upplýsingar fyrir forsetakosningarnar

FBI hafði samband við Facebook vegna opinberrar gagnrýni á innihald í fartölvu Hunter Biden fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir það í nýju viðtali við Joe Rogan. Síðan var greininni ýtt til hliðar á Facebook svo hún dreifðist ekki eins mikið og ella. Sumir vilja meina að greinin um Hunter Biden hafi verið svo afhjúpandi, að hún hefði getað breytt úrslitum kosninganna.

Uppljóstrunin hefði getað breytt úrslitum forsetakosninganna

Þremur vikum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 birti New York Post tilkomumikla uppljóstrun um meint spillt viðskipti hinnar voldugu bandarísku Biden fjölskyldu, sem byggt var á gögnum úr fartölvu sem sonurinn Hunter hafði skilað til viðgerðar en sótti. „Glóðheitir tölvupóstar sýna hvernig Hunter Biden kynnti úkraínskan kaupsýslumann fyrir föður sínum varaforseta Bandaríkjanna“ segir í fyrirsögninni, sem vísar til samninga, sem voru gerða þegar faðir Joe Biden var varaforseti í Bandaríkjunum. Tölvan er full af upplýsingum og myndum af Hunter Biden. Þagað var yfir uppljóstruninni á öðrum fréttarásum og dagblöðum og á samfélagsmiðlum var lokað fyrir greinina og henni eytt. Sagt var að Rússar væru á bakvið tölvuna og það sem var á henni.

Afhjúpunin var svo svívirðileg og ritskoðunin svo öfgafull, úrslit kosninganna í Bandaríkjunum gætu hafa verið fyrir áhrifum. Fyrst árið 2022, þ.e. löngu eftir sigur Joe Biden, hafa aðrir fjölmiðlar viðurkennt, að fartölvan sé ósvikin. Í mars skrifaði Sænska Dagblaðið, að „uppljóstrunin hefði getað kollvarpað kosningasigri Biden.“

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir núna í „The Joe Rogan Experience“ að alríkislögreglan FBI hafi haft samband við Facebook og fullyrt, að það mikill „rússneskur áróður“ væri í gangi svipað og í síðustu kosningum árið 2016.

„Bakgrunnurinn er sá, að FBI kom til okkar, til sumra í hópi okkar: – Hæ, bara svo þið vitið það, þið ættuð að vera á varðbergi. Það var mikill rússneskur áróður viðhafður í kosningunum 2016. Við höfum komist að því, að eitthvað svipað muni gerast núna. Verið því vakandi.“

Twitter stöðvaði uppljóstrunina og Facebook kæfði hana

Twitter stöðvaði alfarið grein New York Post, en Facebook kaus að kæfa uppljóstrunina, þannig að færri gætu séð hana. Zuckerberg útskýrir fyrir Joe Rogan:

„Samskiptareglur okkar eru frábrugðnar Twitter. Twitter sagði að ekki væri hægt að deila þessu, við gerðum það ekki. Það tekur 5-7 daga að ákveða hvað eru falsfréttir og dreifingin minnkaði á Facebook en fólk mátti samt deila efninu.“

„Færri sáu það en ella hefðu gert það… Ef FBI, sem ég lít enn á sem lögmæta stofnun hér á landi – það er mjög fagleg löggæslustofnun – kemur til okkar og segir okkur að við þurfum að vera vakandi fyrir einhverju, þá tek ég það alvarlega.“

Mark Zuckerberg segir ekki, hvort FBI hafi nefnt uppljóstrunina um Hunter Biden sérstaklega en að „hún passi vel við mynstrið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila