Félagsmálaráðherra Svíþjóðar líkir Orbán við Hitler. Ungverjar kalla sendiherra Svíþjóðar inn á teppið

Annika Strandhäll

Eins og Útvarp Saga hefur greint frá, þá tilkynnti ríkisstjórn Ungverjalands aðgerðir til að auka fæðingartíðni barna í Ungverjalandi með ýmsum hætti t.d. skattfrelsi og hagstæðum lánakjörum til barnafjölskyldna. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands sagði þá, að Ungverjar veldu aðra leið en löndin í vestri með fólksinnflutningi þar sem ”innflytjandi kæmi í stað þess barns sem vantar”.

Sænska ríkisstjórnin, sem sér nazista út um allt, brást illa við og félagsmálaráðherra Svíþjóðar Annika Strandhäll tísti að ”það sem gerist í Ungverjalandi er ógnvekjandi. Orban vill núna að fleiri ”ekta” ungversk börn fæðist. Stefnan lyktar af fjórða áratugnum og sem hægri popúlisti verður hann að skapa moldreyk til að fela hvernig þessi pólitík fer með það sjálfstæði sem konur hafa barist fyrir.”

Ungverskir fjölmiðlar birtu tístið og ríkisstjórn Ungverjalands kallaði sendiherra Svíþjóðar inn á teppið til að mótmæla hinum ófagra samanburði við nazismann. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila