Fjöldaeftirlitslögum ESB frestað – „Stasi á sterum“

Ekki náðist samkomulag um fjöldaeftirlit ESB með öllum stafrænum samskiptum á netinu sem betur fer. En þetta er bara hluti samkomulagsins svo framkvæmdastjórnin kemur áreiðanlega tilbaka með málið lengra fram. Ylfa Johansson yfirbúrókrati glóbalismans framkvæmdastjórn ESB á mynd.


Mjög umdeildum fjöldaeftirlitslögum ESB „Chat control“ er frestað, vegna þess að embættismenn í Brussel geta ekki komist að samkomulagi. Lögin hafa verið gagnrýnd sem „Stasi á sterum“ af netdreifingarfyrirtækinu Bahnhof, sem einnig skorar á ábyrga stjórnmálamenn að hafna lögunum.
Hlutaákvörðun um lögin er frestað til framtíðar, þar sem ráðherraráð ESB getur ekki náð samkomulagi.

DagensPS greinir frá: Margir sterkir aðilar hafa snúist gegn tillögunni, sem þeir telja að sé ekkert annað en fjöldaeftirlit með öllu fólki á netinu. Jafnframt ásaka margir ESB fyrir nota barnavernd sem yfirskin.

Chat Control er „Stasi á sterum“

Einn öflugasti gagnrýnandi laganna er netveitan Bahnhof og forstjóri þess Jon Karlung. Í fréttatilkynningu er lögunum líkt við „Stasi á sterum“ og skorað á alla ábyrga stjórnmálamenn að hafna lögunum. Bahnhof skrifar í fréttatilkynningu:

„Fyrir þá sem eru blessunarlega ómeðvitaðir um málið: Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram tillögu um að hafa eftirlit með öllum stafrænum samskiptum sem verði afkóðuð og skoðuð í rauntíma. Tölvupóstur, spjall, samfélagsmiðlar, myndsímtöl, skýjageymsla – öll samskipin. Með öðrum orðum: Stasi á sterum. Að baki hinnar gagnrýndu tillögu sem heitir Chat Control, er sænska Ylva Johansson.“

Hefur áhrif á venjulegt fólk – glæpamenn verða ekki stöðvaðir

Bahnhof telur að Chat Control sé „lýðræðislegt stórslys sem fleygir öllu út um gluggann sem heitir einkalíf og bréfaleynd“. Jafnframt er talið að lögin muni einkum bitna á venjulegu fólki í stað þess að stöðva hrottafengna glæpamenn.

„Þeir einu sem verða fyrir barðinu á eftirlitinu eru venjulegt fólk, fyrirtæki og önnur lögmæt samtök.“

Bahnhof lýkur fréttatilkynningu sinni með því að hvetja ESB-nefnd þingsins til að greiða atkvæði um tillöguna. Jafnframt nota þeir tækifærið til að senda jafnaðarkonunni Ylvu Johansson pillu en hún leiðir þessa tillögu í framkvæmdastjórn ESB.

„Hvort þetta er vegna illgirni eða tæknilegrar vankunnáttu Ylvu Johansson látum við vera ósagt. Ljóst er að Chat Control á ekki heima í samfélagi réttvísinnar. Bahnhof hvetur því ESB-nefnd þingsins til að segja nei við tillögunni um Chat control.“


Svona virkar spjalleftirlit ef það verður að veruleika

  1. Allir netþjónustuaðilar innan ESB neyðast til að fylgjast með öllum samskiptum á kerfum sínum með reikniritum Chat Control. Bakhurðir eru innbyggðar í „örugg“ kerfi og dulkóðun bönnuð í reynd.
  2. Reikniritin flagga grunsamlegum orðum og myndum og senda til nýrra ESB-yfirvalda. Allir sem hafa einhvern tíma spjallað við gervigreind eða reynt að hlaða upp myndbandi á Facebook vita að reiknirit nútímans eru langt frá því að vera pottþétt. Embættismönnum ESB verður því drekkt í einkasamskiptum og ljósmyndum úr sumarfríi fólks.
  3. Fyrr eða síðar verða bakdyrnar fundnar og nýttar af tölvuþrjótum sem hugsa lítið um tilgang fjöldaeftirlitsins. Allar upplýsingar sem sendar eru innan aðildarríkja ESB verða því taldar opinberar.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila