Fleiri hermenn aflimaðir í Úkraínu á 6 mánuðum en í Bretlandi í allri seinni heimsstyrjöldinni

Andrij Smolenskí er einn þeirra 15 þúsund hermanna sem hafa verið aflimaðir á fyrstu 6 mánuðum ársins. Andrij missti bæði augun, nær alla heyrn og báðar hendur en er á lífi. Alina Smolenska eigikona hans (til vinstri) er við hlið hans allan sólarhringinn (skjáskot SVT).

Hryllingur Úkraínustríðsins er ólýsanlegur. Á fyrri hluta ársins í ár hafa 15 þúsund úkraínskir hermenn verið aflimaðir. Það má bera saman við þá 12 þúsund breska hermenn sem voru aflimaðir á þeim sex árum sem Bretar börðust í seinni heimsstyrjöldinni.

BBC greinir frá úkraínska hermanninum Andrij Smolenski, sem var að klifra upp úr skotgröfinni þegar sprengja sprakk skyndilega og allt varð svart. Þegar hann vaknaði á sjúkrahúsinu þá vantaði hann nokkra líkamshluta. Andriy Smolensky, 27 ára, leiddi litla njósnadeild á suðurvígstöðvum Úkraínu, þegar sprengjan sprakk. Degi síðar vaknaði hann á sjúkrahúsi. Hann segir við BBC:

„Þetta var eins og draumur. Allt var svo dimmt og ég hugsaði hvílík dimm nótt.“

Vaknaði handleggjalaus

Hægt og rólega áttaði hann sig á því að hann gat ekki hreyft hendurnar og að eitthvað huldi augu hans. Andrij missti sjónina, mestan hluta heyrnarinnar og báða handleggina. Annar var skorinn fyrir ofan olnboga og hinn fyrir neðan. Það þurfti að endurgera andlit hans.

Úkraínustríðið er meiri harmleikur en flestir gera sér grein fyrir. Allt að 15.000 manns hafa verið aflimaðir í Úkraínu á fyrri hluta ársins 2023, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Úkraínu. Þeir hafa ekki gefið upp hversu margir þeirra séu hermenn en líklegt er að stærsti meirihlutinn sé það. Gera má samanburð við þá 12.000 bresku hermenn sem voru aflimaðir á þeim sex árum sem þeir börðust í seinni heimsstyrjöldinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila