Flórída bannar stafrænan seðlabankagjaldmiðil glóbalistanna

Ron DeSantis fylkisstjóri Flórída byggir upp varnir gegn árásum glóbalista sem sækjast eftir fullkominni alræðisstjórn á öllum heiminum (mynd skjáskot Twitter).

Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, kynnir löggjöf til að vernda Flórída gegn alríkisstýrðum stafrænum gjaldmiðli, CBDC. Ætlun Biden-stjórnarinnar um að kynna slíkan miðstýrðan stafrænan gjaldmiðil „snýst um eftirlit og stjórnun“ samkvæmt DeSantis. Hann sakar „elítuna í Davos“ um að reyna að koma á stafrænum seðlabankapeningum til að fylgjast með og stjórna hegðun fólks.

Hvað þýðir stafrænn miðstýrður gjaldmiðill í raun og veru, sem glóbalistarnir eru núna að reyna að koma á? Eftirfarandi má lesa á vef Seðlabanka ESB:


„Við erum að vinna með innlendum seðlabönkum á evrusvæðinu að því að kanna hvort taka eigi upp stafræna evru. Það væri stafrænn seðlabankagjaldmiðill, rafrænt jafngildi reiðufjár.“


Á mánudaginn skýrði ríkisstjórinn Ron DeSantis frá því að Flórída verður fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til að setja löggjöf sem „beinlínis bannar notkun stafræns gjaldmiðils alríkisins eða erlendra seðlabanka sem peninga“ skrifar hann á vefsíðu sína.

Stafrænn gjaldmiðill ógnar frelsi einstaklingsins

DeSantis varar við því að slíkur gjaldmiðill ógni frelsi fólks.

„Reiðufé er allt. Ef þú hefur það í höndum þér, þá hefurðu vald yfir peningunum. Um leið og þeir eru stafrænir, þá er það einhver annar sem stjórnar. Spurningin sem þá stendur eftir, er hvort þeir leyfi þér að lifa lífi þínu eða leggja sig í það sem þú vilt gera.“

„Munið þegar vörubílstjórarnir í Kanada mótmæltu skyldubólusetningu stjórnvalda, þá frysti ríkisstjórnin bankareikninga þeirra. Einni voru bankareikningar góðgerðarsamtaka frystir, sem hjálpuðu þeim. Við höfum þegar séð stjórnvöld fara yfir strikið þegar kemur að banka- og fjármálageiranum. Hugsið þá hvað myndi gerast ef við færum yfir í stafræna seðlabankapeninga. Ég er ánægður að þetta ríki stendur upp og berst gegn því sem Washington er að gera. Vegna þess að þeir hafa ekki hagsmuni fólksins að leiðarljósi, heldur vilja þeir efla eigin völd og markmið.“

Flórída í fremstu röð að verja frelsi einstaklingsins

DeSantis segist hlakka til að innleiða lögin sem stöðva stafrænan gjaldmiðil seðlabanka. Hann hvetur einnig önnur ríki til að fylgja banni Flórída. Fjármálastjóri Flórída Jimmy Patronis sagði:

„Við erum í fremstu röð þegar kemur að því að vernda réttindi einstaklinga. Stafrænn seðlabankagjaldmiðill er hornsteinn alríkisstjórnar sem getur fylgst með öllum viðskiptum sem eiga sér stað. Þá verða engin heilindi til og án þeirra verða engin réttindi til…. Þannig verndum við frelsi okkar og velmegun.“

Stjórnvöld geta lokað aðgangi neytandans að vörum og þjónustu

Í Kína er miðstýrður stafrænn gjaldmiðill þegar notaður af seðlabanka landsins til að fylgjast með hegðun borgaranna, að sögn Ron DeSantis:

„Þeir munu nota hvaða leið sem er til að komist inn í samfélagið og fylgja stefnuskrá sinni. Svo það sem stafrænir seðlabankapeningar snúast um er að fylgjast með fólkinu og stjórna hegðun þess.“

„Stafrænn gjaldmiðill seðlabanka undir stjórn sambandsríkisins er nýjasta leiðin sem Davos elítan notar til að lauma ESG hugmyndafræði sinni inn í bandaríska fjármálakerfið og það ógnar heilindum og fjárhagslegu frelsi einstaklinga. Ólíkt dreifðum stafrænum gjaldmiðli (t.d. Bitcoin), þá er stafrænn gjaldmiðill seðlabankans gefinn út og stjórnað af stjórnvöldum, sem gefur embættismönnum stjórnvalda möguleika til að fylgjast með öllum hreyfingum neytandans og vald til að loka aðgangi neytandans að vörum og þjónustu.“

Hér að neðan má sjá myndband af blaðamannafundi Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila