Flugfélögum sagt að forðast Taívan

Kínversk flugumferðaryfirvöld hafa sent tilkynningu til starfandi flugfélaga í Asíu um væntanlegar heræfingar Alþýðuhersins í kringum Taívan. Er flugfélögunum ráðlagt að halda sig frá sex svæðum umhverfis eyjuna, sem herinn segist ætla að nota til heræfinga með skörpum skotum.

Viðvörunin, sem Bloomberg greindi frá, kemur í tengslum við heimsókn forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, til kínversku eyjunnar sem er sjálfstjórnandi, í trássi við andmæli Peking.

Kínverskir fjölmiðlar haf sýnt kort með staðsetningu heræfinganna sem verða frá fimmtudegi til sunnudags. Sum þeirra virðast vera innan 12 sjómílna landhelgi Taívan í kringum eyjuna.

Kína telur eyjuna vera óaðskiljanlegan hluta af sínu eigin yfirráðasvæði. Her Taívans heldur því fram að heræfingarnar brjóti í bága við reglur SÞ og séu hindrun á ferðum skipa og flugvéla.

Kínversk stjórnvöld saka Washington grafa undan stefnu kommúnista um „Eitt Kína“ með heimsókn Pelosi. Kommúnistaflokkurinn hefur varað ríkisstjórn Bandaríkjanna við því að vera að „leika sér með eldinn“ og varpar öllum hugsanlegum afleiðingum á hendur Bandaríkjastjórnar.

Kína hefur einnig sett viðskiptatakmarkanir gegn Taívan vegna heimsóknar Pelósí.

Sjá nánar hér, hér og hér

Óstaðfest myndbönd að neðan eru sögð sýna flutning hergagna sem nota á við æfingarnar við Taívan en mörg þeirra eru þó landhergögn eins og skriðdrekar, þannig að engu er líkar en verið sé að undirbúa hertöku Taívans ef myndheimildirnar eru sannar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila