Flynn hershöfðingi: Joe Biden heimsótti Úkraínu 12-13 sinnum á síðasta ári sínu sem varaforseti – Af hverju?

Í samtali Flynn hershöfðingja við The Gateway Pundit (sjá myndband neðar á síðunni), þá benti hann á, að Joe Biden hafi heimsótt Úkraínu 12 eða 13 sinnum síðasta ár sitt sem varaforseti. Af hverju? Hvers vegna leyfði Obama Bandaríkjaforseti þetta? Flynn hershöfðingi kallar á Jim Jordan formann dómsmálanefndar þingsins til að rannsaka hverja einustu af þessum ferðum.

Michael Flynn hershöfðingi:

„Biden varaforseti… ég held að flestir viti það ekki en Biden varaforseti, ég held að á síðasta ári sem hann var varaforseti hafi hann heimsótt Úkraínu svona 12 eða 13 sinnum. Það er ótrúlega oft. Í fyrsta lagi eru aðeins 12 mánuðir á ári og að varaforseti Bandaríkjanna eyðir svona miklum tíma í Úkraínu, þá verður maður að spyrja af hverju?“

Þarf að rannsaka hverja einustu ferð

„Það þarf að rannsaka hverja einustu af þessum ferðum. Hversu mörgum þeirra tók Hunter þátt í? Eða hversu oft tók Joe Biden bróður sinn með? Öll þessi mál og hvers konar spurningar um þau þarf að spyrja og það á ekki að spyrja í neinum bakherbergjum. Það þarf að bera spurningarnar fram opinberlega.“

„Þess vegna vil ég, að Jim Jordan fari út og noti þennan vopnaburð stjórnvalda til að grafa ofan í þessa spillingu í fyrri ríkisstjórn, Obama-stjórninni. Allt sem við lærðum í Russiagate, þessari fölsku ákæru. Mundu að Trump forseti var ákærður fyrir eitt símtal til Úkraínu, mjög fullkomið símtal til Úkraínu. Hann var ákærður.“

Hvað var Biden að gera í Úkraínu?

„Við erum að tala um varaforsetann sem er ekki „forseti“ Bandaríkjanna. Í hvaða tilgangi hefur hann farið í allar þessar ferðir til Úkraínu? Hvað var hann að gera þar? Ég vil að fólk skilji að við getum ekki haft tvö réttarkerfi í Bandaríkjunum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila