„Fólk kemur með allt sem það á og getur selt“ – verðbólgan í Bandaríkjunum setur sín spor

Peter Kozysa sem rekur skiptivörumarkað í Crystal Lake, Norðvestur Chicago í Bandaríkjunum hefur aldrei upplifað aðra eins aukningu hjá fólki, sem vill selja hluti sem það á til að ná í einhvern pening.(mynd skjáskot YouTube).

Peter Kozysa rekur skiptivörumarkað í Crystal Lake, Norðvestur Chicago í Bandaríkjunum hefur aldrei upplifað aðra eins aukningu hjá fólki, sem vill selja hluti sem það á, til að ná í einhvern pening. Hann lýsir efnahagsástandi venjulegra Bandaríkjamanna sem mjög alvarlegu og hefur sjálfur aukið veltuna um 100% bara um miðjan febrúarmánuð.

Peter Kozysa hefur rekið skiptivörumarkaðinn í fjölmörg ár og hefur því fingurna beint á efnahagspúlsi almennings. Hann er þekktur vegna YouTube myndbanda og stundum streymir hann beint frá búðinni og er þá hægt að fylgjast með viðskiptavinum sem koma með vörur eða vilja gera góð kaup á notuðum hlutum. Hann hefur fallegan stóran páfagauk og kött sem koma við sögu í myndunum og hafa þessi myndbönd stuðlað að vinsældum skiptimarkaðarins. Sjá má fjölmörg myndbönd á Youtube síðu fyrirtækisins.

Í myndbandi neðar á síðunni ræðir Peter um verðbólguna í Bandaríkjunum, sem hann segir mun hærri en opinberlega sé greint frá. Ræðir hann um misvísun yfirvalda, sem segja að verðbólgan sé 16-17% á vissum hlutum, þegar raunverulegar tölur séu um 50-60% og jafnvel allt upp í 70%. Heyra má á hljóðbútnum her að neðan, þegar hann ræðir um verðbólguna og þar fyrir neðan er YouTube mynd frá honum þar sem hann ræðir um fjárhagsörðugleika fólks og hvernig verðbólguhraðinn sé kominn á ægiferð fyrir vestan.

Í athugasemdadálkum við myndina má sjá viðbrögð viðskiptavina t.d.:

„Ég vinn hjá smásöluverslun og við erum að hætta starfsemi eftir nokkra mánuði. Ég hef verið hér í 12 ár og það er sannarlega sorglegt hversu hræðilegt efnahagslífið er.“

„Pete, eins og þú bentir á, þá er það góður tími fyrir endursöluaðila, að fá svo mikið nýtt framboð, en fyrir hvern einstakling sem selur eru færri sem geta keypt…Það væri áhugavert að sjá tölfræðina frá eBay…“

„Ég er 27 ára sjálfstætt starfandi pípulagningamaður og ég sé um foreldra mína og VIÐ ERUM PENINGALAUS. Ég hef ekki einu sinni efni á helvítis ostborgara. Fólk hringir bara ef það þarf nauðsynlega. Hræðilegir tímar.“

„Maður, ég verð að segja, ég hef fylgst með þér í nokkur ár núna og þetta er án efa ein flottasta rásin á youtube, alltaf svo áhugaverð!“

„Ég hef aldrei borgað jafn mikinn skatt síðan ég hef verið í Ameríku. Það verður erfiðara og erfiðara að lifa af. Við finnum svo sannarlega fyrir þessu.“

„Þetta er skelfilegt hagkerfi!! Verðið á sumum hlutum í matvöruversluninni er átakanlegt!“

„Þú komst með góða punkta Pétur, sum fyrirtæki standa sig betur en önnur eftir því hvernig hagkerfið gengur og verslunin þín er frábært dæmi.“


Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila