Forsætisráðherra Belgíu: „Hætta á stórfelldri afvæðingu iðnaðarins á meginlandi Evrópu“

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, varar við því að öll Evrópa eigi á hættu að afiðnvæðast vegna yfirstandandi orkukreppu – og að langtímaafleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar (mynd Nato/Pexels CC 2.0).

Afvæðing iðnaðarins í Evrópu fær skelfilegar afleiðingar

Verð á rússnesku jarðgasi hefur rokið upp úr öllu valdi og framboð hefur minnkað verulega eftir að ESB og aðildarríki þess innleiddu röð refsiaðgerða gegn Rússlandi í þeim tilgangi að refsa landinu fjárhagslega fyrir stríðið í Úkraínu. Samtímis höfðu aðrir orkugjafar og eldsneyti þegar orðið dýrari vegna heimatilbúins raforkuskorts og óðaverðbólga ræður ríkjum í Evrópu.

Forsætisráðherra Belgíu segir í samtali við Financial Times, að afleiðingar af stefnu og ákvörðunum ESB geti orðið fullkomlega skelfilegar og hann varar við stórfelldri afiðnvæðingu á meginlandi Evrópu:

„Við eigum á hættu að fá stórfellda afvæðingu iðnaðarins á meginlandi Evrópu, sem getur haft skelfilegar afleiðingar litið til lengri tíma.“

De Croo krefst þess, að verðtakmark verði sett á rússneskt jarðgas, að farið verði í samningaviðræður við aðra gasbirgja eins og Noreg og Alsír og að verð á fljótandi jarðgasi verði sett rétt ofar því sem gerist í Asíu og Bandaríkjunum – til að tryggja nægjanlegt gas haldi áfram að koma til ESB.

ESB þarf að takast á við reiði almennings

Ennfremur telur þjóðarleiðtogi Belgíu, að stjórnvöld í Evrópu eigi ekki aðeins að bregðast „skynsamlega“ við óðverðbólgu vegna hækkandi orkuverðs – heldur þurfa ríkisstjórnir Evrópuríkja einnig að „takast á við vaxandi óánægju og reiði borgaranna.“

„Íbúar okkar fá reikninga sem eru gjörsamlega brjálaðir. Á einhverjum tímapunkti brestur skipið. Ég skil að fólk sé reitt, fólk hefur ekki efni á að borga.“

Undanfarið hafa fjölmörg, umfangsmikil mótmæli verið víða innan ESB. Reiðir borgarar hafa mótmælt og lýst yfir andstyggð sinni á síhækkandi orkuverði og framfærslukostnaði – og krefjast þess að stjórnvöld grípi í taumana.

Næstum einn af hverjum fimm Evrópubúum starfar við iðnað, sem notar gas sem mikilvægasta orkugjafann. Búist er við að kreppan, sem nú þegar hefur tekið stóran toll með gjaldþrotum og lokuðum verksmiðjum, muni versna verulega á komandi vetri.

Á sama tíma og öllum evrópskum iðnaði er ógnað eru skilaboðin frá evrópskum ráðamönnum, að almenningur verði að þrauka til að sýna Úkraínu samstöðu og standa sameinaðir gegn Rússlandi. Mörg ESB-ríkin hafa einnig beint áróðri til einstaklinga og fyrirtækja til þess að draga úr orkunotkun með ýmsum hætti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila