Forstjóri Black Rock vill „tukta til“ viðskiptalífið til að taka upp rétttrúnað í sölumálum

Að fylgja pólitískum rétttrúnaði í sölumennsku fyrirtækja hefur valdið því, að fyrirtæki eins og Anheuser-Busch, Target og SAS hafa tapað milljörðum í tekjum og í sumum tilfellum lent á barmi gjaldþrots. Að baki undarlegri markaðsfærslu svartra víkinga og bjórdrekkandi transvestíta leynast stjórnmálakröfur vinstri sinnaðra fjármagnsstjóra og banka í New York.

New York Post segir frá. Anson Frericks, sem þar til nýlega var í stjórn ölframleiðandans Anheuser-Busch, sagði í viðtali við Fox News, að fyrirtækið hafi verið beitt þrýstingi á bak við tjöldin frá fjármálarisunum BlackRock og Vanguard.

Að sögn Frericks kröfðust fjármálafyrirtækin þess, að pólitískri rétthugsun yrði framfylgt innan fyrirtækisins, á þann hátt sem leiddi síðan til umdeildra, misheppnaðra söluherferða sem ráku trausta viðskiptavini á flótta. Að sögn þessa fyrrverandi framkvæmdastjóra Anheuser-Busch, þá er hin misheppnaða auglýsingaherferð Bud Light með transáhrifavaldinum Dylan Mulvaney skýrt dæmi um óheppilegar afleiðingar þessa þrýstings frá fjármálafyrirtækjunum.

BlackRock, Vanguard og sambærilegt fyrirtæki, State Street, halda utan um jafnvirði 20 trilljóna dollara í fjármagni og beita áhrifum sínum til að stuðla að pólitískri rétthugsun í bandarísku viðskiptalífi. Lífeyrissjóðir ríkisins sem stjórnmálamenn hafa áhrif á, fjárfesta einnig í fyrirtækjunum og ýta einnig á eftir rétttrúnaðinum.

Hér að neðan má sjá dæmi um misheppnaðar auglýsingaherferðir og einnig heyra orð Larry Fink forstjóra BlackRock, hvernig hann tuktar til viðskiptalífið til að selja á pólitískan réttan máta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila