Franski fjármálaráðherrann: „Bandaríkin eru að afvæða iðnaðinn í Evrópu“

Bruno Le Maire fjármálaráðherra Frakklands er myrkur í máli gagnvart ríkisíhlutun Bandaríkjastjórnar sem skekkir alla heilbrigða samkeppni á Vesturlöndum (mynd IAEA Imagebank CC 2.0).

Bandaríkin ógna framtíð Evrópu

Bandaríkin fylgja stefnu sem ógnar framtíð Evrópu og iðnaði. Þetta segir Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, á BFM TV (sjá myndband neðar á síðunni), að því er Reuters greinir frá. ESB verður að standa fast á móti lögum Joe Biden um lækkun verðbólgu, sem að sögn ráðherrans er mikil ógn við Evrópu.

Bruno Le Maire fjármálaráðherra Frakklands hefur áttað sig á því sem Bandaríkin eru að gera. Ný loftslagsmóðursjúk svokölluð verðbólgulækkunarlög Joe Biden forseta, Inflation Reduction Act (IRA), geta rústað Evrópu, telur hann. Lögin aðhyllast framleiðslu á bandarískri grundu, sem getur leitt til þess að iðnaður í Evrópu flytur framleiðslu sína yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna.

Samkvæmt Reuters þýða lögin, sem voru samþykkt í ágúst, að hlutir sem framleiddir eru í bandarískum verksmiðjum leiði til skattaafsláttar sem ógnar fjárfestingum á meginlandi Evrópu. Sömuleiðis veita lögin 30 % skattafslátt fyrir nýjar eða uppfærðar verksmiðjur sem framleiða svokallaða endurnýjanlega orkuhluta. Le Maire sagði í franska BFM TV:

„Við verðum greinilega að segja bandarískum samstarfsaðilum okkar, að þetta sé mikið vandamál fyrir okkur. Þetta er ekki ásættanlegt. Það getur skapað mikið áfall í evrópskum iðnaði.“

Stríðið í Úkraínu hefur þegar leitt til fáránlegs okurs á orkuverði í Evrópu, þegar hagstæðu sambandi Evrópu við Rússland hefur verið fargað, sem hefur leitt til þess að evrópskur iðnaður flytur til Bandaríkjanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila