Arnþrúður Karlsdóttir og Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði og formanni Heimssýnar ræddu um ýmsar erlendar fréttir sem hafa komið upp nú í vikunni. Þáttinn er hægt að hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Gæti verið skynsamlegt að fara að dæmi Svía og hætta loftlagsráðstöfunum
Í þættinum var komið inná þau merkilegu tíðindi að Svíþjóð hefur ákveðið að afnema loftslagsskatta á flugferðir. Um er að ræða hluta af stefnu stjórnvalda að hætta þátttöku í loftslagsáætlunum eins og Agenda 21 og áætlun Sameinuðu þjóðanna til 2030. Þessi ákvörðun byggir á kröfu Svíþjóðar demókrata sem styðja ríkisstjórnina.
Íslensk stjórnvöld eiga að hætta að greiða fyrir kolefnisskatta á flug og skipaflutninga
Bendir Haraldur á að þetta geti komið Íslendingum vel þar sem slíkir skattar höfðu áhrif á flugrekstur á Íslandi og gerðu flugferðir til landsins dýrari en ferðir milli Norður-Ameríku og Evrópu um önnur lönd. Þeirri spurningu var velt upp hvort Ísland ætti að fylgja eftir aðgerðum eins og Svíþjóð og hætta þátttöku í alþjóðlegum loftslagsráðstöfunum. Haraldur segir að það geti verið skynsamlegt enda sé það ekki skynsamlegt að fjármagna loftslagsaðgerðir með því að flytja fé frá Íslandi til Evrópusambandsins.
Þar sem Svíþjóð hefur dregið sig úr loftlagsáætlunum þá er spuning um fleiri Evrópuríki
Í ljósi þess að Svíþjóð hefur dregið sig úr loftslagsáætlunum, er einnig spurning hvort fleiri Evrópuríki, eins og Þýskaland og Frakkland, muni fylgja í kjölfarið. Haraldur bendir á að lýðræði krefjist þess að stjórnmálaflokkar með mikið fylgi, eins og í Svíþjóð, fái framgang fyrir stefnumál sín.
Tveir nýir stjórnmálaflokkar í Austur- þýskalandi fá meira fylgi en gömlu flokkarnir
Einnig voru þýsk stjórnmál til umræðu í þættinum en í Þýskalandi hefur orðið óvænt þróun þar sem tveir nýir stjórnmálaflokkar hafa fengið verulegt fylgi, utan hefðbundinna flokka. Haraldur bendir á að þetta valdi miklu uppnámi hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðlum, sem kalla þá oft nazista eða kommúnista, en stjórnvöld nú í Þýskalandi beri í raun sjálf ákveðin einkenni frá nasismatímanum í tengslum við hernaðarstefnu og ritskoðun.
Stoltenberg varar Versturlönd og NATO ríki alvarlega við
Rætt var um viðvörun Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO til NATO ríkja og Vesturlanda þar sem hann varar við aukinni samvinnu Rússlands og Kína, sem nái yfir stjórnmála-, efnahags- og hermálasvið ríkjanna. Þetta samstarf setur Vesturlönd í erfiða stöðu þar sem þeir þurfa að taka afstöðu til aukinna hernaðarumsvifa Rússlands og Kína. Skilaboð Stoltenbergs séu í raun að það valdi gríðarlegri hættu fyrir heiminn ef Úkraínuher verði veitt leyfi til þess að skjóta langdrægum eldflaugum inn í Rússland, slíkt gæti endað í heimsstyrjöld.
Vinstri hreyfingin segir að Macron hafi stolið kosningunum og boða til mótmæla
Í Frakklandi hefur komið fram pólitísk pattstaða eftir kosningarnar þar sem Macron forseti á í erfiðleikum með að mynda ríkisstjórn. Eftir tveggja mánaða tilraun til að mynda ríkisstjórn hefur Macron valið repbúblikann Michael Barnier í það embætti við litla hrifningu Vinstriflokkanna. Vinstriflokkar, undir forystu Jean-Luc Mélenchon, hafa sakað Macron um að stela kosningunum, og miklar mótmælaaðgerðir eru fyrirsjáanlegar, sem minna á fyrri mótmæli eins og „gulu vestin“.
Hlusta má á þessar og fleiri fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan