Frumvarp í Flórída um verndun barna gegn misnotkun kynleiðréttingar

Frumvarp í Flórída gæti heimilað ríkinu að fara með forsjá barna ef hætta er á, að foreldrar þeirra muni útsetja þau fyrir kynleiðréttingu. Einnig þegar foreldrarnir sjálfir gangast undir slíka aðgerð. Í reynd þýðir þetta að kynleiðrétting er meðhöndluð á sama hátt og barnaníð.

Stjórnmálamaðurinn Clay Yarborough lagði fram frumvarp á föstudag, sem gerir ríkinu kleift að annast börn ef hætta er á, að foreldrar þeirra hafi áhrif á þau til að skipta um kyn. Hugmyndin með frumvarpinu er að vernda börn gegn óafturkræfri læknisíhlutun/misnotkun. Meðal meðferða sem frumvarpið tekur til eru: hormónameðferð, kynþroskahemlar og ýmis konar skurðaðgerðir.

Í Flórída eiga sér stað miklar umræður um transmál um þessar mundir. Eitt af því er hvernig yfirvöld eiga að koma fram við foreldra sem leyfa eða jafnvel hafa áhrif á börn sín að skipta um kyn. Auk tillögunnar sem vísað er til hér að ofan er einnig tillaga tveggja þingmanna í Flórída, Randy Fine og Ralph Massullo, sem myndi gera ólöglegt fyrir lækna að framkvæma kynskiptaaðgerðir á börnum.

Ríkisstjóri ríkisins, Ron Desantis, kemur einnig að málinu. Desantis hefur meðal annars tilkynnt sjúkrahúsum og háskólum, að þeir verði að gefa upp læknisfræðileg gögn varðandi fólk, sem hefur gengist undir þessa tegund meðferðar og hefur þeirri kröfu verið mótmælt.

Samkvæmt Business Insider hafa tillögurnar verið gagnrýndar af trans aðgerðarsinnum sem segja, að Flórída-fylki sé að „berjast gegn transfólki“ þegar yfirvöld segjast vilja vernda börn gegn misnotkun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila