Fv. hershöfðingi og yfirmaður CIA: Bandaríkin gætu gengið beint í stríðið gegn Rússlandi þótt Nató-ríkjum væri ekki ógnað

David Petraeus hershöfðingi á eftirlaunum og fyrrverandi yfirmaður CIA segir enga fyrirstöðu fyrir því, að Bandaríkin hafi bein afskipti af Úkraínustríðinu jafnvel þótt engu Nató-ríki sé ógnað.

Nató er bundið af 5. greininni en það hindrar ekki að Bandaríkin bregðist við jafnvel með nýju bandalagi

„Bandaríkin og bandamenn þeirra geta gripið inn í yfirstandandi átök milli Moskvu og Kænugarðs, jafnvel þótt engu aðildarríki Nató sé beint ógnað“ sagði David Petraeus, hershöfðingi í bandaríska hernum, sem er á eftirlaunum, við franska L’Express á laugardag. Washington gæti myndað nýtt bandalag hinna viljugu í slíkri atburðarás og notað það í stað Nató samkvæmt Petraeus, sem starfaði um tíma sem forstjóri CIA. David Petraeus sagði:

„Rússar gætu gripið til svo átakanlegra og skelfilegra aðgerða í Úkraínu, sem myndu kalla á viðbrögð frá Bandaríkjunum og öðrum þjóðum. Þau gætu brugðist við á einn eða annan hátt en þá sem alþjóða herlið undir forystu Bandaríkjanna en ekki sem herlið Nató.“

„Hernaðarbandalagið er bundið af sáttmála sínum og fer trúlega eingöngu í átökin með vísun til 5. greinarinnar. Moskva hefur ekki áhuga á að magna átökin og breyta þeim í alþjóðlegt stríð. Víðtækari átök eru það síðasta, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti þarf núna.“

Sannfærði Obama um að senda 30 þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan

Fyrr í október hélt Petraeus því fram, að Bandaríkin gætu þurrkað út allar rússneskar hersveitir í Úkraínu, ásamt rússneska Svartahafsflotanum, ef Moskvu beitir kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Á laugardaginn dró hann úr þeim orðum með því að segja að „viðbrögð Washington við slíkri ráðstöfun af hálfu Rússlands myndu fela í sér meira en diplómatískar… efnahagslegar og lagalegar aðgerðir.“ Petraeus sagði að fyrri orð hans hefðu einungis lýst „einum af mörgum valkostum“ sem Bandaríkin hefðu, ef Rússar grípa til kjarnorkuvopna, sem hann telur að yrði „mjög slæm ákvörðun.“

Hershöfðinginn sagði einnig að hann telji, að Rússar geta ekkert gert til að breyta ástandinu í framlínunni, sem samkvæmt Petraeus sé Moskvu afar óhagstætt. Petraeus stýrði bandarískum hersveitum í Afganistan á árunum 2010 til 2011 með hæsta mannfalli Bandaríkjanna í því 20 ára stríði og einnig auknu mannfalli óbreyttra borgara.

Hershöfðinginn sannfærði Barack Obama, þáverandi forseta, um að senda 30.000 bandaríska hermenn til viðbótar til Afghanistan og áætlun hershöfðingjans um að „vernda og þjóna“ heimamönnum, fór út um þúfur.

Petraeus varð forstjóri CIA árið 2011 en sagði af sér árið eftir eftir að hafa átt í ástarsambandi við konuna, sem var að skrifa ævisögu hans.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila