Fylgi Trump mjög traust og byggist helst á persónufylginu

Það mikla fylgi sem Donald Trump hefur, byggist fyrst og fremst á því persónufylgi sem hann hefur. Þó hann veki oft andúð sé hann samt sem áður gríðarlega vinsæll og kann að þá list að tala til fólks. Þetta var meðal þess sem Dr. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands sagði í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Guðmundur segir persónufylgi Trump fylgja honum hvað sem tautar og raular og vegna þeirrar andúðar sem oft má greina gagnvart honum segi það sína sögu því hann veki oft miklar tilfinngingar hjá fólki.

Fólk styður Trump sama á hverju gengur

Þá segir Guðmundur að hann telji að það sé tvennt sem Trump byggi vinsældir sínar á. Annars vegar er Trump þjóðþekkt persóna sem hafi verið mjög áberandi og oft verið á milli tannanna á fólki síðari hluta síðustu aldar. Þá hafi hann stjórnað mjög vinsælum sjónvarpsþáttum á fyrri hluta þessarar aldar. Hinsvegar byggjast vinsældir hans einnig á því að hann vinnur með ákveðna hluti sem vekur reiði,gremju og ótta hjá almenningi í Bandaríkjunum og spilar svona inn á tilfinngarnar hjá fólki og tekst það mjög vel upp. Hann talar til að mynda um að hann sé sá eini sem geti leyst þann vanda sem samfélagið sé komið í og þannig sé hann baráttumaður fyrir hinn venjulega borgara. Guðmundur segir að þetta sé oft kallað populismi þó populismi hafi oftast verið til vinstri því hann snúist oftast um að leiðrétta efnahagslegt misrétti.

Áður var Donald Trump frjálslyndur demókrati en Guðmundur segir Trump í raun hafa aldrei verið mjög fastann í rásinni hvað stjórnmálin varðar og hafi ekki mjög fastar skoðanir og þær eigi það til að sveiflast til og frá. Það sé í raun ekki fyrr en þegar Obama býður fram að Trump byrjar að tala virkilega til hægri og er þá að velta fyrir sér að bjóða sig fram fyrir repúblikana en allt fram að því hafði hann verið frekar til vinstri.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila