Fyrrum öryggisráðgjafi Trump stofnar samfélagsmiðil fyrir óbólusetta

Michael Flynn, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump í öryggismálum, stofnar samfélagsmiðil fyrir þá sem eru óbólusettir gegn covid-19. Hugmyndin er að meðlimir geti náð sambandi við allt frá mismunandi blóðgjöfum, staðgöngumæðrum til vina og kærleiks.

Aðild að „Fyrir þá hreinu “ 4thePURE, þýðir að hægt er að komast í samband við blóðgjafa með óbólusett blóð, sæði eða móðurmjólk, sjá myndband að neðan.

Hægt að finna aðra óbólusetta, stofna til kynna og finna viðskiptavini

Á vefsíðu miðilsins er einnig hægt mynda samband við óbólusetta einhleypinga, vini og nýja viðskiptavini. Að sögn Flynn er verið að leita að stofnmeðlimum en miðlinum verður hleypt af stokkunum í þessum mánuði. Hugmyndin er einfaldlega:

„Að tengja saman einstaklinga með svipað hugarfar og þeirra sem stóðu hugrökk gegn covid-19 bóluefninu. Forritin okkar verða notuð fyrir fréttauppfærslur, vináttu, stefnumót og viðskiptatengsl.“

Hægt er að fá fréttabréf að kostnaðarlausu og gerast meðlimur fyrir tæplega 20 dollara upp til 100 dollara á mánuði miðað við þau hlunnindi sem fást. Æviaðild kostar $2.500. Fyrirtæki geta líka gerst meðlimar fyrir $10.000 og þeir sem vilja gerast sérstakir stofnaðilar borga $25.000. Sem stofnfélagi ertu „þátttakandi í einni stærstu og mikilvægustu hreyfingu í heiminum í dag og skapar sögu.“ Á vefsíðunni segir:

„Það eru hin mestu forréttindi að gerast einn af stofnendum 4thePURE. Tekið verður á móti stofnendum sem hugmyndalegum leiðtogum þessarar aldar.“

Talan fjórir í nafninu stendur fyrir „huga, líkama, sál og anda.“ Í Bandaríkjunum hafa 81,4% íbúanna fengið að minnsta kosti einn skammt af Covid bóluefninu og 69,5% fengu fyrstu tvo skammtana, samkvæmt Smit- og sjúkdómsvarnarstofnuninni CDC.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila