Fyrrverandi yfirmaður CIA og öryggisráðgjafi sjö Bandaríkjaforseta söng friðarboðskap á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Nord Stream

Reymond McGovern, fyrrverandi yfirmaður CIA, talaði fyrir friði fyrir framan heiminn á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í s.l. viku. Rússar fóru fram á fundinn í kjölfar uppljóstrunar Seymour Hersh um að Bandaríkjamenn hefðu með aðstoð Norðmanna sprengt Nord Stream gasleiðslurnar í Eystrarsalti.

Vann með sjö forsetum Bandaríkjanna

McGovern var CIA sérfræðingur í 27 ár (apríl 1963 til ágúst 1990) og þjónaði sjö forseta Bandaríkjanna. CIA ferill hans hófst undir stjórn John F. Kennedy forseta og stóð í gegnum forsetatíð George H. W. Bush. McGovern ráðlagði Henry Kissinger í stjórnartíð Richard Nixon og í stjórnartíð Ronalds Reagan stýrði hann „National Intelligence Estimates“ og útbjó dagleg minnisblöð forsetans. Þegar hann lét af störfum árið 1990, þá fékk McGovern heiðursverðlaun CIA. Hann skilaði verðlaununum „í mótmælaskyni árið 2006 vegna notkunar CIA á pyntingum.“

Nató hefur meira en tvöfaldast að stærð

McGovern hélt ræðu sem sjá má á myndbandi neðar á síðunni. Í ræðu hans sagði hann m.a.:

„Hersh laðar til sín uppljóstrara vegna þess að hann heldur fullkomnum hlífðarskildi yfir leynd þeirra og birtir nákvæmlega það sem þeir sýna, þrátt fyrir árásir stjórnvalda. Þó að sumir séu nú að rægja Hersh, þá hafa slíkir gagnrýnendur ekki sjálfir góða sögu um trúverðugleika…“

„Þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða, þá hefur Atlantshafsbandalagið Nató meira en tvöfaldast að stærð. Þegar Krímskagi var sameinaður rússneska sambandsríkinu, þá sagði Vladimír Pútín forseti, að landið yrði að innlima Krím vegna valdaránsins í febrúar 2014 og vegna þess að meðaldrægar eldflaugar yrðu staðsettar í þegar starfandi kerfi í Rúmeníu og Póllandi. Þrátt fyrir að vera dulbúin sem eldflaugakerfi, geta þau auðveldlega innihaldið háhljóðflaugar.“

Söng friðarlag fyrir viðstadda

Greinilega fer Ray McGovern sínar eigin leiðir og forðast leiðinlegar langlokuræður, því hann söng fyrir viðstadda lag um að elska óvini sína í lokin og bað þá um að sjá til þess eftir reynslu seinni heimsstyrjaldarinnar, að ekki yrðu drepin fleiri börn. Hlýða má á sönginn hér að neðan. Neðst á síðunni er viðtal Garland Nixon við Rey McGovern um Nord Stream.

Á öðrum tímapunkti í ræðu sinni lyfti hann upp handleggjunum og lét eins og hann væri að skjóta af byssu. Fjölmiðlar voru fljótir að benda á þetta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila