Giorgia Meloni fyrsti kvenforsætisráðherra Ítalíu – tók formlega við embætti í dag

Giorgia Meloni formaður flokksins Bræður Ítalíu sór embættiseið laugardagsmorgun, sem forsætisráðherra Ítalíu.
Meloni sór embættiseiðinn í forsetahöllinni og tekur nú við embætti, sem fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.

Giorgia Meloni mun leiða hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu frá seinni heimsstyrjöldinni sem fer óskaplega í taugarnar á vinstri sinnum, krötum, pírötum og kommúnistum.

Flokki hennar Bræður Ítalíu ern lýst sem „öfgahægri“ flokki af meginmiðlum og nafn Mússólíni sífellt nefnt í fréttum um Meloni.

Í ríkisstjórnarsamstarfinu eru einnig flokkarnir Lega Nord sem vill minnka hömlulausan fólksinnflutning og flokkur Silvio Berlusconis, Forza Italia.

Sjá má athöfnina, þegar Meloni skrifaði undir starfseið sinn í forsetahöllinni í morgun, á tístinu hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila