Glæpastríðið tekur sinn toll í Svíþjóð: Sprengjuárásir meira en annan hvern dag frá áramótum – þar af níu í Stokkhólmi

Þulurinn í sænska sjónvarpinu hafði varla lokið við að segja, að 450 Svíar hefðu orðið fyrir sprengjuárásum frá áramótum í húsinu, þar sem þeir búa, þar af 70 börn, – þegar fleiri bættust í hópinn. 14. sprengjuárásin eftir áramótin var í nótt í Akalla í norðurhluta Stokkhólmsborgar. Sprengjurnar, sem oft eru handsprengjur framleiddar fyrir stríðsátök, eru því orðnar fleiri en ein annan hvern dag. Stokkhólmur sem mætti kalla Skothólm eftir síðustu öldu skotárása mætti því einnig sæma því vafasama heiðursheiti „Sprengjuhólmur“ þar sem ekkert annað land á friðartíma er undir slíkum linnulausum árásum í heiminum. 9 sprengjuárásir bara í Stokkhólmi það sem af er árs!

Sænska sjónvarpið tók saman yfirlit yfir sprengjuárásir frá áramótum og eru þær orðnar 14 samtals þann 27. janúar. Hér má sjá samantekt SVT en þá var sprengja næturinnar ekki með talin. Barnasálfræðingar vara við að stressið sem fylgir öllu ofbeldi geti leitt til þekktra stríðsafleiðinga og þá sérstaklega meðal þeirra táninga, sem eru innblandaðir í skot- og sprengjuárásir. Það segir barnasálfræðingurinn Maria Bragesjö í viðtali við SVT og varar við langtíma afleiðingum alls ofbeldis sem heldur Svíþjóð í greipum sínum. Að minnsta kosti helmingur – ef ekki fleiri þeirra glæpamanna sem taka þátt í glæpastríðinu eru undir 18 ára aldri. Hundruðum saman bara í höfuðborginni. Glæpagengin nota börn sem „hermenn“ í stríðinu. Lögreglan vissi um 1. 200 slík börn þegar árið 2021 og flest þeirra að gera íbúum höfuðborgarinnar leitt.

Býr í nýrri Norður-Afríkanskri nýlendu í deyjandi Svíþjóð

Myndböndum er dreift á samfélagsmiðlum sem táningarnir taka sjálfir, þegar þeir hlaupa inn í stigahús fjölbýlishúsa með hríðskotabyssu í höndunum og skjóta á íbúðarhurðir. Illskan í Stokkhólmi nær nýjum hæðum og heyrast raddir um, að höfuðborgin hafi breyst í „fjölmenningarrassgat.“ Einn maður sagði í viðtali við Frjálsa tíma, að staðurinn hans, Jordbro í suður Stokkhólmi, væri hin „nýja Norður-Afríkanska nýlenda mitt í deyjandi Svíþjóð.“

Hér að neðan eru nokkrar lýsingar skv. Fria Tider frá „Sprengjuhólmi“:

Maður á Sandstensvägen í Jordbro:

„Klukkan 02:55 varð mikil sprenging. Ég hugsaði, hvað í andskotanum hafa brjálæðingarnir gert núna? Fyrir utan sá ég þrjá lögreglubíla, tvo slökkviliðsbíla….“

Í kringum húsið logaði í bílum og húsum. Maðurinn segir að svæðið hafi breyst í „helvíti“ og að það sé eins og að búa á stríðssvæði í þróunarlandi.

„Jordbro er nýja Norður-Afríku nýlendan okkar, í miðri deyjandi Svíþjóð“

„Allt getur sprungið hvar sem er hvenær sem er“

Nýja árið byrjaði með ofbeldi í Stokkhólmi. Þann 2. janúar var anddyri sprengt í Grimsta, rúmri klukkustund síðar annað í Bagarmossen. Þann 5. janúar var sprengt í fjölbýlishúsi í Farsta og þann 11. janúar hófu nokkrir skothríð inni á Kungsängen-lestarstöðinni. Þann 12. janúar var skotið á fjölbýlishús í Järfälla og 16. janúar var skotið á karlmann á tvítugsaldri í Solna. Degi síðar var „uppáhalds krá vinstrimanna“ Faros sprengd í loft upp við Nytorget á Södermalm. „Allt Södermalm varð rasistískt á einni nóttu“ sagði vitni á svæðinu við Fria Tider eftir atvikið. Kona, sem býr í hverfinu, segir:

„Ég bý í leiguhúsnæði en helmingur íbúanna í hverfinu mínu hefur borgað margar milljónir til að komast hjá því að búa í fjölmenningarlegri skítaholu. En nú erum við stödd þar, líka hér í Sofíu. Þetta er eins og í Kólumbíu eða í Angered að nú verður þú að hugsa þig um áður en þú ferð nálægt byggingum, bílum eða ruslatunnum utandyra. Allt getur sprungið hvenær sem er og hvar sem er.“

Málin farin til fjandans – okkur hefur mistekist

Daginn eftir sprengjuna á Södermalm eyðilögðust þrjár hæðir í skrifstofubyggingu í Kista í öðru sprengjutilræði. Og öðrum degi síðar var skotið á tvær íbúðir og mannrán framið í miðborg Stokkhólms. Síðasta fimmtudag var maður skotinn til bana í Solna, á föstudag var stigagangur í Skarpnäck sprengdur í tætlur og sama kvöld var skotið á hurð í Fruängen.

Lögreglan hefur nú upplýst að hún hafi misst stjórn á ofbeldi innflytjenda í höfuðborginni og segir glæpamennina hafa tekið við. „Þetta er farið til fjandans á hreinni sænsku, okkur hefur mistekist“ segir Gunnar Appelgren glæpasérfræðingur lögreglunnar við Aftonbladet.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila