Google breytir leitarniðurstöðum fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 8. nóvember – berst gegn lýðræðinu

Netrisinn Google er í „stríði gegn lýðræðinu“ með því að gera lítið úr íhaldssömum stjórnmálamönnum í leitarniðurstöðum sínum. Þetta fullyrðir Rannsóknarmiðstöð fjölmiðla „Media Research Center“ segir Fox News. Að sögn fjölmiðlagagnrýnanda er pólitísk hlutdrægni Google óumdeilanleg. Samtökin vilja fá „algóritmískt gagnsæi“ og að þingið rannsaki hegðun netrisans (mynd Cpl. Christina O’Neil/ U.S. Marine Corps/public domain).

Hlutdrægni Google kemur skýrt í ljós, þegar leitarniðurstöður eru bornar saman við aðrar leitarvélar

Fyrir mikilvægar miðkjörfundarkosningar í Bandaríkjunum í nóvember hagræðir Google leitarniðurstöðum repúblikönum í óhag og demókrötum í hag. Rannsóknamiðstöð fjölmiðla heldur þessu fram eftir að hafa farið yfir hvernig leitarniðurstöður líta út fyrir mikilvægustu frambjóðendur kosninganna.

10 af 12 kosningavefsíðum repúblikana voru langtum neðar á Google samanborið við vefsíður andstæðinganna, demókrata. Sjö repúblikanar sáust ekki á fyrstu síðu leitarniðurstöðunnar en átta frambjóðendur demókrata lentu í fyrstu sex sætum leitarniðurstöðu Google. Rannsóknamiðstöð fjölmiðla segir við Fox:

„Hlutdrægni Google er óumdeilanlegt, þegar hún er skoðuð borið saman við aðrar leitarvélar.“

Rannsóknarnefnd fjölmiðla skorar á Bandaríkjaþing að rannsaka íhlutun google og hvaða áhrif það hefur á miðkjörfundarkosningarnar

Samkvæmt Rannsóknarmiðstöðinni sýna báðir keppendurnir, leitarvélarnar Bing og DuckDuckGo, allar 12 vefsíður demókrata og repúblikana í efstu fimm leitarniðurstöðunum. Rannsóknarmiðstöðin skorar því á Google að „hætta stríði sínu gegn lýðræðinu“ og krefst þess jafnframt að fyrirtækið opni á gagnsæi algóritmans.

Jafnframt skorar Rannsóknarmiðstöð fjölmiðla á Bandaríkjaþing að rannsaka íhlutun Google og hvaða áhrif það hefur á miðkjörfundarkosningarnar.

Google vill ekki tjá sig um þessar tilteknu ásakanir vegna þess að fyrirtækið segist ekki hafa séð rannsóknirnar á bak við þær. Google neitar neitar því alfarið, að fyrirtækið hagræði leitarniðurstöðum eða hygli ákveðinni pólitískri hugmyndafræði eða ákveðna stjórnmálamenn umfram aðra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila