Grænn „losunarskattur“ stórhækkar matarverð í Bretlandi

Breskir kaupmenn vara við því að hreinn núllskattur, sem Íhaldsflokkurinn kynnti, muni hækka breskt matarverð um fjóra milljarða punda árlega.

Í stað þess að létta fjárhagsbyrðina af Bretum, sem hafa séð verðin rjúka upp í verðbólgunni eftir allar þvingaðar Covid-lokanir yfirvalda, þá ætlar breska ríkisstjórnin að taka enn meira fé úr vasa þeirra með skatti til að niðurgreiða endurvinnsla umbúða í matvöruverslunum.

Græni núllskatturinn hækkar matarverð um 4 milljarða punda árlega

Upphaflega var sagt, að kerfi framleiðendaábyrgðar myndi kostaði neytendur um 1,7 milljarða punda en kaupmenn segja núna, að vegna verðbólgunnar sé líklegt að það verði meira en helmingi hærra. Að sögn breska smásölufyrirtækja mun græni skatturinn bitna á almenningi og líklega hækka matvælaverð um 140 pund á ári eða samtals 4 milljarða punda árlega. Helen Dickinson, framkvæmdastjóri British Retail Consortium, segir:

„Á næsta ári eða svo mun röð nýrra reglugerða og skatta íþyngja smásöluna – og að lokum neytendur – með hærri kostnaði. Einmitt þegar útlit var fyrir að verðbólgan væri að hjaðna, þá hleypa þessir nýju skattar öllu í bál og brand. Ríkisstjórnin þarf að skoða þetta og íhuga hvort eigi að innleiða, fresta eða hætta við hvern og einn þeirra.“

Fáránlegt að reyna að semja um verðþak samtímis sem lagðir eru á nýir grænir skattar

Ríkisstjórn Rishi Sunak forsætisráðherra hefur að sögn reynt að semja við helstu matvælaframleiðendur um að setja verðtakmarkanir, sem miða að því að takmarka áhrif hömlulausrar verðbólgu – sem ýtt hefur verði á grunnvörum eins og brauði og hveiti í hæsta verð í 45 ár. Fyrrverandi aðalsamningamaður Brexit, David Frost lávarður, er gagnrýninn:

„Það þýðir ekkert að reyna að setja þak á matvælaverð annars vegar og taka upp nýjan skatt á matvæli hins vegar. Það sem fólk þarf alls ekki í framfærslukostnaðarkreppu er að matvælaverðið hækki, vegna þess að við leggjum meiri óþarfa kostnað á fyrirtækin með falsrökum um hreina núlllosun.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila