Gréta borin brosandi á brott af lögreglunni í Osló

Venjulega berast öðruvísi fréttir af loftslagsdómsdagsspákonunni Gretu Thunberg en að hún sé numin brott af lögreglunni fyrir að vera þátttakandi í mótmælum gegn vindorkuverum. En það gerðist nýlega í mótmælum ríkissambands Sama gegn vindorkuverum fyrir utan fjármálaráðuneytið í Ósló.

Mótmælendurnir mótmæltu vindorkugarði ríkisfyrirtækisins Fosen Vind, sem er staðsettur á landi fyrir utan Þrándheim sem margar samískar fjölskyldur nota til hreindýraeldis. Krefjast mótmælendur að vindorkugarðurinn verði rifinn og fjarlægður vegna þess að hann eyðileggur lífsafkomumöguleika Sama. Yfir 200 vindmyllur hafa verið reistar á svæðinu frá árinu 2016, þrátt fyrir mótmæli Sama gegn vindmyllunum. Ríkissamband Sama í Noregi tók málið alla leið til Hæstaréttar, sem dæmdi Sömum í vil árið 2021 og komst að þeirri niðurstöðu, að vindorkugarðurinn brjóti í bága við mannréttindi Sama. En þá var þegar búið að byggja vindorkuverin.

Greta tók þátt í mótmælunum ásamt samískum aðgerðarsinnum og loftslagsaðgerðahópnum Náttúra og ungmenni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, þá nálguðust tveir lögreglumenn hina 20 ára loftslagsspákonu og báru hana síðan á brott. Greta brosir blítt, þegar lögreglan ber hana á brott. Í annarri hendinni heldur hún á samíska fánanum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila