Grísk fótboltastjarna dæmd til 10 mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir „transfóbíu“

Vasilis Tsiartas heldur á bikar Evrópumeistarakeppninnar í fótbolta ár 2004 (mynd Twitter/AEK Athen).

Samtök transa lýsa yfir ánægju með dóminn

Gríska fótboltastjarnan Vasilis Tsiartas hefur verið dæmdur í Aþenu í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 5.000 evrur í sekt. Glæpurinn: „transfóbískar færslur“ á Facebook frá árinu 2017.

Á bak við kæruna gegn Vasilis Tsiartas eru grísku LGBT hagsmunasamtökin SYD (Transgender Support Association). Forsvarsmenn SYD hafa lýst yfir ánægju sinni með dóminn og leggja áherslu á, að samtökin muni halda áfram að kæra sambærilega glæpi.

Dómurinn gegn Vasilis Tsiartas í vikunni er sá fyrsti sinnar tegundar í Grikklandi og byggir á lögum nr. 927/1979 „Um refsiaðgerðir og athafnir sem miða að kynþáttamismunun.“

Eftir fyrstu innleiðingu hafa lögin verið endurskoðuð nokkrum sinnum. Dómstóllinn hallar sér að einni þessara breytinga: „Til að hvetja almenning til ofbeldis eða haturs á grundvelli kynvitundar“ eða eins og breytingin er formlega kölluð „endurskilgreining á kynvitund.“

Ætlar að áfrýja dóminum

Árið 2017, skömmu áður en breytingin var samþykkt, birti Vasilis Tsiartas eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:

„Fyrstu kynskiptin (vona ég) eru framkvæmd á börnum þeirra sem fullgiltu þennan viðbjóð. PS Löggildið barnaníð líka til að ljúka glæpunum.“

Færslu Tsiarta má skoða í ljósi viðbótar við lögin, sem er mjög umdeild í Grikklndi. Tsiartas lýsir því sjálfur yfir, að hann muni áfrýja dómnum. Hann skrifar á Twitter:

„Varðandi birtingu dómsins í gær á fyrsta dómsstigi yfir mér (sem ég mun áfrýja) mun ég tjá mig ítarlega frá og með næstu viku.“

Í tengslum við álitsdóminn yfir Tsiartas var meðákærður einnig dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsu fyrir „transfóbískar móðganir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila