Í gær kom upp alvarlegur leki í Nord Stream 2 fyrir utan Bornholm. Mikið þrýstingsfall varð í gasleiðslunni og gífurlegt magn af gasi mun hafa lekið út. Seinna féll þrýstingurinn í Nord Stream 1 líka. Stjórnvöld í Þýskalandi ganga út frá því, að vísvitandi hafi verið ráðist á Nord Stream 1 og 2 og gasleiðslurnar eyðilagðar annað hvort af sérþjálfuðum sveitum eða með kafbáti að sögn þýska Tagesspiegel. Sænski miðillinn Swebbtv segir frá.
Útilokað að götin á gasleiðslunum séu annað en meðvitað skemmdarverk
Ekki er svo auðvelt að skemma gasleiðslurnar. Önnur Nord Stream 2 gasleiðslan er sögð eyðilögð og báðar lagnirnar fyrir Nord Stream 1. Nú grunar yfirvöldum Þýskalands, að um vísvitandi árás á gasleiðslurnar sé að ræða. Nokkuð langt er á milli gatanna, sem gerð hafa verið á leiðslunum. Tagesspiel bendir á að sérsveitarmenn t.d. kafarar í sjóhernum, kafbátur eða þvílíkt gæti hafa framkvæmt skemmdarverkið. Heimildir þýsku ríkisstjórnarinnar segja við blaðið:
„Við getum ekki ímyndað okkur annað en að þessi atburðarás sé markviss árás. Allt mælir gegn tilviljun. Slíkur grunur um árás á hafsbotni er allt annað en léttvægur. Hver stendur á bak við árásina?“
Venjulegir Þjóðverjar hafa mótmælt og krafist þess að leiðslan verði opnuð og svo kemur þetta
Blaðið nefnir úkraínska sérsveitir sem hugsanlegt dæmi. En spurningin er hvort Úkraínuherinn hafi raunverulega slíka getu. Nordstream 2 átti að tryggja orkuframboð til Þýskalands og Evrópu en var hætt vegna stríðsins í Úkraínu. Rússar vildu að afhending á gasi yrði hafin að nýju. Samtímis hafa verið mikil mótmæli í Þýskalandi, þar sem þess er krafist að leiðslan verði opnuð. Einn skrifar um hina eyðilögðu gasleiðslu á Twitter sbr tíst hér að neðan. Lars Bern sagði í viðtali fyrr í ár við Swebbtv:
„Tímasetningin er einfaldlega ótrúleg. Bandaríkin, Bretland og NATO hafa unnið ötullega að því að magna þetta stríð. Þeir vilja, hvað sem það kostar, koma í veg fyrir nálgun Þýskalands og Rússlands eins og er í gangi með Nordstream 2. Bandaríkjamönnum hefur alltaf staðið beygur af þessu samstarfi. Þýskaland hefur miklu meiri hag af nálgun við Rússland en að vera algjörlega háð Bandaríkjunum. Sigurvegarinn verða Bandaríkin. Þeir vilja stríðið.“