Gulu Vestin: Sjúkt að allt í einu eru allir þeir peningar til sem við höfum beðið um

Á heimasíðu sænska sjónvarpsins segir Christian Caomeris frá því að sú eining sem bruni Notre Dame skapaði meðal Frakka hafi breyst í andhverfu sína. Vegna brunans aflýsti Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræðu til þjóðarinnar sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Þar ætlaði forsetinn að koma með niðurstöðu ríkisstjórnarinnar eftir umræður í öllu landinu sem var hugsað sem svar við óstöðvandi mótmælum ”les giilets jaunes” eða Gulu Vestanna. Í sólarhring héldu allir í sér andanum vegna hins skelfilegs bruna á Notre Dame en svo komu peningarnir inn í myndina. Á einum sólarhring gátu nokkrir franskir milljarðamæringar með einu músklikki millifært mótsvarandi 40 milljarða íslenskra króna til að endurbyggja kirkjuna. Nokkrum dögum seinna er talan komin upp í 130 milljarða krónur.

”Þetta er sjúkt, allt í einu eru allir þeir peningar til sem við höfum beðið um til að bæta skólana, sjúkrahúsin og til þeirra lægst launuðu” skrifuðu Gulu Vestin á félagsmiðlum. Kristin samtök Emmaushreyfingarinnar tísti í sama dúr: ”Þökkum fyrir gjafmildi ykkar,  Notre Dame er okkur ofarlega í huga þar sem Abbé Pierre (fátækur prestur sem stofnaði hreyfinguna) er grafinn. En við viljum líka minnast baráttu hans. Ef þið gefið 1% til þeirra fátækustu verðum við afar sátt.” Philippe Martinez aðalritari verkalýðsfélagsins CGT sagði á blaðamannafundi: „Ef þeir geta gefið tugi miljóni evra til að endurbyggja Notre Dame, þá geta þeir hætt að segja við okkur að engir peningar séu til til að hjálpa þeim verst settu í Frakklandi.“ Olivier Faure leiðtogi sósíalista sagði: ”Ég óska að við fengjum svipuð viðbrögð vegna þeirrar mannlegu dómkirkju sem samanstendur af miljónum kvenna, manna og barna og þarf líka að endurbæta.”

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila