Guy Verhofstadt: „Við verðlaunum Rússland“

Belgíski ESB-þingmaðurinn Guy Verhofstadt er óhress með svo kallaðar refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi, sem hafa styrkt Rússland efnahagslega. (Mynd: ESB 2019 – EP CC 4.0).

Misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi

Það gengur ekki svo vel með refsiaðgerðir ESB. Áhrifin eru neikvæð, minna en núll, fullyrðir Guy Verhofstadt, þingmaður ESB. „Við verðlaunum Rússland“ þrumar hann á Twitter (sjá neðar á síðunni).

Áhrif refsiaðgerða ESB eru minni en núll. Rússar græða þannig meiri peninga a.m.k. ef marka má ESB-þingmanninn Guy Verhofstadt. Hann skrifar í illu tísti:

„Mynd segir allt sem segja þarf. Níu refsiaðgerðapakkar og áhrifin eru minni en núll! Við verðlaunum Rússa fyrir stríð þeirra gegn okkur!“

Verhofstadt vísar í grein í Politico, þar sem því er haldið fram, að refsiaðgerðir ESB hafi sannarlega dregið úr útflutningi til Rússlands. En á sama tíma hefur innflutningur aukist að verðmæti vegna hærra verðs. Segir í greininni:

„Þó að refsiaðgerðir ESB hafi dregið úr útflutningi á hátæknivörum til Rússlands, þá jókst verðmæti innflutnings, einkum orku og annarra hráefna, verulega, sérstaklega vegna hærra verðs og bata heimsfaraldursins. Mánaðarlegt verðmæti innflutnings náði hámarki í mars og lækkaði jafnt og þétt og náði sama stigi og fyrir kreppuna í október.“

Viðskipti ESB jukust að verðmæti við Rússland ár 2022

Samkvæmt töflu Politico (sjá tíst að Verhofstadt að neðan), sem sýnir innflutning á öllum rússneskum vörum til ESB-landa milli febrúar og ágúst 2022, jukust viðskipti ESB við Rússland á síðasta ári, þrátt fyrir refsiaðgerðirnar. ESB-ríkin „fylla enn í sjóði Pútíns“ segir þar. Svíþjóð sker sig úr með allt að 60% minni innflutningi frá Rússlandi árið 2022, meira en í nokkru öðru landi.

Í allt annarri hagfræðigrein Politico frá desember 2022 má lesa, að viðskipti ESB við Rússland hafi „minnkað verulega“ vegna refsiaðgerðanna „þótt þau séu enn ívið hærri að verðmæti en í fyrra vegna hækkandi orku- og hrávöruverðs.“ Al Mayadeen skrifar:

„Guy Verhofstadt harmar, að rússneskt efnahagslíf hafi batnað vegna refsiaðgerðanna ESB.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila