Hæðst að Nató fyrir að tísta: „Við erum Harry Potter“

Fáni Natós. Mynd © Julo (public domain)

Nató vísar í vestræna dægurmenningu, eins og Harry Potter og Stjörnustríðið, til að verja umboðsstríðið í Úkraínu. En mörgum finnst nýjasta Twitter-færsla þeirra furðuleg og ósmekkleg. „Hver ​​skrifar þessa vitleysu. Vandræðalegt.”

Hernaðarbandalagið Nató undir forystu Bandaríkjanna birti færslu á Twitter s.l. fimmtudag, sem fékk marga til að hæðast að bandalaginu. Nató liggur nú þegar undir harðri gagnrýni eftir að það kom í ljós, að Nató-meðlimirnir Bandaríkin og Noregur, gerðu árás á orkuleiðslu til Evrópu og sprengdu sundur Nord Stream gasleiðslurnar. Fjarstýrðar sprengihleðslur voru settar á gasleiðslurnar á æfingu Nató í Eystrasalti í júní síðastliðnum, að sögn rannsóknarblaðamannsins Seymour Hersh.

Komnir í rökþrot þegar vísindaskáldskapur á að vinnan stuðning við málstaðinn

En samkvæmt Nató sjálfu, þá eru þeir réttum megin í sögunni. Í Twitter-færslunni er gerður samanburður við Harry Potter, William Wallace (skoska þjóðhetju), Na’vi (manneskjuna úr vísindaskáldsögumyndinni Avatar) og Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum. Meðal annars er því haldið fram, að Úkraína flýi frá Shawshank (fangelsinu í kvikmyndinni The Key to Freedom) og sprengi dauðastjörnu Stjörnustríðsmyndanna í loft upp. Barist er við við Harkonnen (andstæðinginn í vísindaskáldsöguseríunni Dune) og skorað er á Thanos (ofurillmenni í skáldskaparheimi Marvel teiknimynda).

Nató skrifar:

„Úkraína hýsir eina af stóru sögum þessarar aldar. „Við erum Harry Potter og William Wallace, Na’vi og Han Solo. Við flýjum frá Shawshank og sprengjum Dauðastjörnuna í loft upp. Við berjumst við Harkonnens og skorum á Thanos.“

28 milljón manns höfðu skoðað tístfærslu Nató við hádegisbil 25. febrúar

Sagt er að um tilvitnanir í úkraínskan hermann sé að ræða en margir gagnrýna færsluna. Um hádegisbil 25. febrúar hafði Twitter-færsla Nató fengið yfir 17.000 svör og verið skoðuð 28 milljón sinnum. Hér eru nokkur dæmi um svör:

„Nei. Þið fleygið karlmönnum Úkraínu í kjötkvörnina til að styðja gríðarlegt peningaþvættissvindl. Það er illt.“

„Hver ​​skrifar þessa vitleysu. Vandræðalegt. Þetta er tímabil þar sem fantar eru við völd.“

„Enginn sagði þetta þegar Írak eða Sýrland voru sprengd aftur til steinaldar.“

„Alveg ógeðsleg færsla.“

„Fólk deyr á hverjum degi í umboðsstríði sem Nató hefur valdið og þeim finnst flott að líkja þessu við fantasíur.“

„Ég hélt að NATO væri alvöru stofnun.“

„Þetta tíst eitt og sér er næg ástæða til að leggja NATO niður.“

„Nató eru orðin glæpasamtök.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila