Hælisleitendur gætu fengið kosningarétt eftir sex mánuði í Þýskalandi

Vinstri stjórnin í Þýskalandi leggur til að innflytjendur fái að kjósa í sveitarstjórnakosningum þegar eftir 6 mánuði í landinu.

Vinstri-frjálslyndu flokkarnir sem eru hluti af þýsku ríkisstjórninni hafa jafnt og þétt tapað fylgi á meðan Valkostur fyrir Þýskaland, sem gagnrýnir hömlulausan fólksinnflutning, hefur bætt mikið við fylgi sitt.

Kratar og vinstrimenn tapa fylgi

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur mögulega „fundið lausn“ með því að veita hælisleitendum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir aðeins sex mánuði í Þýskalandi. Ef umbæturnar verða framkvæmdar, þýðir það að milljónir nýrra kjósenda frá þriðja heiminum kæmu á kjörskrá á einni nóttu. Eins og er gildir kosningaréttur í sveitarstjórnarkosningum eingöngu fyrir ríkisborgara frá öðrum ESB löndum.

Faeser er þekkt fyrir harðvítugar vinstri kröfur sínar um að reka alla gagnrýnendur innflytjendamála úr opinberum störfum og láta fjöldaritskoða samfélagsmiðla. Komið hefur í ljós að skömmu áður en hún var skipuð ráðherra, þá skrifaði hún m.a. fyrir hið ofbeldissinnaða vinstriblað Antifa.

Atkvæðasmölun vinstri manna

Valkostur fyrir Þýskaland „Alternativ fur Deutschland,“ AFD, hefur brugðist hratt við kröfum Nancy Faeser um breyttan kosningarétt, og lýsir þeim sem aðferð vinstrimanna til að fiska fleiri atkvæði innflytjendahópa.

Í yfirlýsingu frá AFD segir:

„Tillagan þýðir að flóttamenn frá Afganistan, Sýrlandi eða Tyrklandi fá að kjósa – jafnvel án þess að vera með þýskan ríkisborgararétt. Þýskum vegabréfum verður þann breytt í rusl. Umfram allt vilja Faeser og flokkur sósíaldemókrata laða að nýja kjósendur meðal fólks sem hefur engin tengsl við Þýskaland.“

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila