Hámenntaðir Svíar flýja landið vegna skotárása og hæstu skatta í heimi

Hátíðarsalur Uppsala háskóla t.v. og óeirðir í Malmö t.h. (UU/skjáskot SVT).

Sérfræðingar viðskiptablaðsins „Dagens industri“ vara við þeirri þróun, að hámenntaðir Svíar flýja land. Er það vegna alls ofbeldis glæpahópanna og hæstu skatta í heimi.

Sænski miðillinn Samnytt hefur í nokkrum greinum vakið athygli á þróuninni og að hugtakið „hvítt flug“ sé til staðar í Svíþjóð. Að frumbyggjar flytji úr ákveðnum hverfum, frá borgum og einnig frá Svíþjóð til að komast burt frá vaxandi óöryggi.

Svíar flytja burt við 4% samþjöppun innflytjenda

Margar kannanir sýna, að Svíar flytja burtu frá innflytjendum. Ein slík könnun frá Linnaeus háskólanum í Växjö sýnir fram á, að Svíar flytji burt frá innflytjendum, þegar hlutfallið er aðeins 4%. Blaðið Hem & Hyra skrifaði:

„Þegar 4% íbúa svæðis eru fæddir í löndum utan Evrópu, þá byrja þeir sem fæddir eru í Svíþjóð að flytja í burtu.“

Innfæddir sífellt lengra burt frá miðbænum

Dagblaðið Sydsvenskan hefur einnig vakið athygli á þróuninni.

„Áhrif innflytjenda í Malmö eru jafn sterk ástæða og ýmsir húsnæðisþættir fyrir því, að sífellt fleiri Malmöbúar flytja út til sveitarfélaga í útkantinum.“

Þeir snjöllustu stinga af

Henrik Mitelman er sérfræðingur hjá Dagens industri og í nýjum pistli bendir hann á, að Svíþjóð sé hvorki öruggt lengur né sérstaklega aðlaðandi fyrir hámenntað fólk. Að sögn Mitelman getur Svíþjóð ekki sameinað fjöldainnflutning með háum sköttum og samtímis ætlast til þess, að hámenntaðir verði áfram í landinu. Mitelman skrifar í Dagens Industri:

„Við getum ekki sameinað skotárásir og aðra eymd við hæstu skatta heims á launafólki. Þá stinga þeir snjöllustu burt.“

Dvínandi hagkerfi

Mitelman leggur áherslu á, að samfélagið og ríkið standi eftir sem ósigurvegarar, þegar útskriftarnemar flytja á brott úr landi. Samtímis og sænska hagkerfið sligast undir fjöla innflytjenda og ömurlegri aðlögun:

„Það er þetta fólk sem fjármagnar allt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila