„Heilagt stríð“ í Úkraínu – Pútín segir vestræna heiminn eyðileggja sín eigin lönd

Sum vestræn ríki eru reiðubúin að grípa til nánast hvaða aðferða sem er til að reyna að skaða Rússland. Það segir forseti Rússlands, Vladimír Pútín. Bandaríkin hafa beina stjórn á Úkraínu og nota landið sem „múrstein“ gegn Rússlandi, segir hann. Þeir hika ekki einu sinni við að sprengja orkumannvirki í Evrópu og eyðileggja þar með líf milljóna Evrópubúa, sagði Pútín yfir á öryggisfundi í vikunni. Samtímis hefur Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu, lýst yfir heilögu stríði „jihad“ gegn Úkraínu.

Hika ekki við að eyðileggja orkumannvirki í Evrópu og skerða lífsgæði milljóna manna

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur áður bent á „engilsaxnesk“ yfirvöld sem ábyrg fyrir sprengjuárásinni á Nord Stream 1 og 2. Megin fjölmiðlar eru hættir að fjalla um málið, þótt það sé einn alvarlegasti atburður í nútímasögu Evrópu.

En Rússland hefur ekki gleymt því sem gerðist. „Sum vestræn ríki eru takmarkalaus“ segir Vladimir Pútín. „Þau gera nánast hvað sem er. Jafnvel skemmdarverk á orkuinnviðum Evrópu og eyðileggja þannig efnahag Evrópu – og líf milljóna manna.“

„Þeir hika ekki einu sinni við opinbera skemmdarstarfsemi. Ég er að vísa til sprengingarinnar á Nord Stream gasleiðslunum, sem þegar allt kemur til alls, þýðir eyðileggingu á sameiginlegum evrópskum orkumannvirkjum. Þetta var gert, þrátt fyrir að vægast sagt að það skaði evrópska hagkerfið gífurlega og skerði lífsgæði milljóna manna verulega. Auk þess þegja þeir um, hver hefur gert það og hverjir geta hagnast á því.“

„Heimurinn er að breytast og verður sundurliðaður fyrir framan augu okkar. En sumir í alþjóðasamfélaginu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að varðveita óstöðug yfirráð sín. Í þessu skyni nota þeir ýmsar pólitískar, hernaðarlegar, efnahagslegar, áróðurslegar og aðrar aðferðir. Allt frá því að eyðileggja lagarammann um stefnumótandi stöðugleika til þess að samþykkja einhliða refsiaðgerðir gegn þeim sem hafna stefnu þeirra.“

Úkraína algjörlega í höndum Bandaríkjanna

„Úkraína er orðin að tæki fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Landið hefur misst fullveldi sitt og er stjórnað beint af Bandaríkjunum, sem notar það sem múr gegn Rússlandi.“

„Úkraína var nánast samstundis breytt í tilraunasvæði fyrir líffræðilegar tilraunir hersins og vopnin flæða inn í landið, þar á meðal þungavopn. Stjórnvöld í Kænugarði lýsa því yfir, að þau vilji eignast kjarnorkuvopn og enginn lætur sem neitt sé. Yfirvöld í Kænugarði hafa lýst yfir þessari löngun opinberlega og allir þegja. Við vitum af áformum þeirra um að nota „skítuga sprengju“ sem ögrun.

Ógnin eykst frá ISIS, al-Qaeda og öðrum hryðjuverkasamtökum

„Þau reyna að síast inn í CIS lönd (samveldi sjálfstæðra ríkja/gs) og búa til leynilegar sellur. Það er ljóst að CIS og einstök ríki þess hafa aldrei staðið frammi fyrir jafn víðtækri ógn áður. Það er því sameiginlegt verkefni okkar að vernda þjóðir okkar eins og hægt er.

Nýlega hefur verið greint frá því að íslamistar úr hryðjuverkasamtökunum Jabhat al-Nusra, sem tengist al-Qaeda, hafi farið frá Sýrlandi til Úkraínu til að berjast gegn Rússlandi. Á sama tíma hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tsjetsjníu, sem stendur með Rússlandi, lýst yfir heilögu stríði „jihad“ gegn Úkraínu og bandamönnum þeirra. Á mánudag var sagt, að tugir tsjetsjenskra hermanna hafi verið drepnir í árás á bækistöð í Kherson-héraði. Þetta hefur reitt Kadyrov til reiði. Hann lítur núna á málið sem stríð milli „góðra“ múslima og kristinna annars vegar og „vondra“ múslima og kristinna hins vegar.

Stríð gegn „satanistum“ Vesturlanda

Ramzan Kadyrov segir samkvæmt Moscow Times:

„Ég gef þér orð mitt: Við munum ráðast á þá á hverjum einasta degi. Við munum ekki taka þessa shaítana (illa anda í íslam/gs) til fanga. Við munum brenna þá. Við munum hvergi stoppa.“

„Þetta er frábært heilagt stríð, sem allir eiga að taka þátt í.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila