Heilsugæsla í Englandi spyr foreldra hvort nýfætt barn þeirra sé trans

Heilsugæsla í Englandi lætur nýorðna foreldra fylla í eyðublað, þar sem spurt er, hvort þeir haldi að barnið þeirra sé trans eða hvorki karl- né kvenkyns (non-binary).

Í Birmingham eru nýorðnir foreldrar beðnir að svara því, hvort þeir telji barnið sitt vera eitthvað af eftirfarandi:

„Karl (þar á meðal trans-karl), kona (þar á meðal trans-kona), hvorki karl- né kvenkyns, annað (ekki á listanum) eða ekki uppgefið.“

Annað: „Af risaeðlu kyni“

Kona nokkur deildi skjáskoti af eyðublaðinu á Twitter og grínaðist með skráninguna:

„Vinkona mín eignaðist nýlega barn og þurfti að skrá þetta dýrmæta, nýja líf. Þannig lítur skráningareyðublaðið út fyrir nýfædd börn sem hún þarf að fylla í. Ég held að hún ætli að skrá barnið sitt sem Annað = af risaeðlu kyni.“

Ekki bara fyrir foreldra

Heilsugæslumiðstöðin Woodgate Valley fullyrðir, að eyðublaðið sé fyrir nýja sjúklinga á öllum aldri sem þurfa að skrá sig, ekki bara nýfædda, heldur sé það:

„venjulegt skráningareyðublað fyrir nýskráningu sjúklinga fyrir alla nýja sjúklinga sem inniheldur en er ekki takmarkað við foreldra sem skrá nýfætt barn.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila