Heimsendahagfræðingur varar við stöðnun: Háir vextir minnka hagkerfið en EKKI verðbólguna

Bandaríski hagfræðingurinn Nouriel Roubini varar við því að Vesturlönd gætu staðið frammi fyrir „fullkomnum stormi“ sem samanstendur af óðaverðbólgu, vaxtahækkunum og samdrætti sem gæti bitnað harkalega á verkalýðsstéttinni.

Hugtakið stöðnun þýðir að verð hækkar samtímis og hagkerfið er að dragast saman í heildina séð. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, sem spáði vel um fyrri fjármálakreppur, telur að stöðnun sé í raun þegar komin og muni líklega þýða enn verri kjör fyrir vinnandi almenning.

Óðaverðbólgan að taka stjórnina úr höndum seðlabanka

Roubini telur að margt bendi til þess, að verðbólgan sé komin til að vera og að seðlabankar standi frammi fyrir vandræðum, þegar þeir reyna að bregðast við henni með vaxtahækkunum. Hann býst við að það muni versna jafnt og þétt þegar líður á árið.

„Seðlabankar eru í vandræðum. Þeir verða að hækka vexti til að berjast gegn verðbólgu. En ef þeir gera þetta mun hagkerfið fara að dragast saman og ef þeir gera það ekki mun verðbólga taka við sér og væntingar um vaxandi verðbólgu aukast líka.“

Flestir hagfræðingar telja að verðbólga hafi náð hámarki og að búast megi við stöðugleika á komandi ári. Roubini er hins vegar á öndverðum meiði og telur þess í stað, að ástandið gæti þróast yfir í alvarlega skuldakreppu. Kreppu sem líktist frekar því alvarlega ástandi sem ríkti t.d. á áttunda áratugnum.

Bitnar á öllum launþegum – kaupmátturinn minnkar

Í Svíþjóð fylgir Seðlabankinn sama munstri og Nouriel lýsir í greiningu sinni, þ.e.a.s. að hækka lykilvexti til að berjast gegn verðbólgu. Samkvæmt þessu er Seðlabankinn gagnrýndur fyrir að grafa undan efnahagslífinu samtímis sem hann er hann sakaður um að gera ekki nægjanlega mikið til að draga úr verðbólgunni. Nýlega skipaður seðlabankastjóri Svíþjóðar, Erik Thedéen, telur hins vegar að verðbólgan sé svo útbreidd í hagkerfinu að frekari hækkanir séu réttlætanlegar.

Launþegar verða fyrir barðinu á stöðnun, bæði þeir sem hafa atvinnu og þeir atvinnulausu. Laun þeirra eð bætur hækka engan veginn til jafns við verðbólguna. Talað er um t.d. að verð einungis á matvælum hafa hækkað yfir 20%. Jafnframt má búast við almennum verðhækkunum t.d. á húsnæði, sem veldur því að fjárhagsstaða margra versnar verulega, segir í frétt ABC.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila