Heimsmálin: Ástandið í Bandaríkjunum gæti leitt til borgarastyrjaldar

Átök milli hópa af ýmsu tagi og sundrung eru orðin mjög áberandi í Bandaríkjunum og er til að mynda Black lives matter hreyfingin í Bandaríkjunum orðin algerlega firrt. Það sem er að gerast í Bandaríkjunum gæti leitt að lokum til borgarastyrjaldar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Haukssonar þjóðfélagsrýnis í Heimsmálunum í þætti Hauks Haukssonar í dag.

Hann bendir á að markvisst hafi verið alið á sundrungu milli hópa í Bandaríkjunum og það sé til að mynda gert í gegnum samfélagsmiðla.

“ BLM hreyfingin gekk til dæmis alltof langt um daginn þegar hún lét það frá sér fara að hreyfingin ætti að fara með Bandaríkin og afgreiða þau eins og Hamas hefði farið með Ísrael og þetta er mjög varasamt að setja svona fram“segir Bjarni.

Hann segir að það sé ástæða til að óttast afleiðingarnar af slíkum yfirlýsingum því þær gætu hreinlega leitt af sér borgarastríð í Bandaríkjunum.

„þessi BLM hreyfing er orðin algjörlega firrt og þetta minnir úr senu úr Mad Max myndunum. Það er búið að ala á menningarlegri sundrungu í Bandaríkjunum meðvitað og kerfisbundið og þarna er búið að sá fræjunum og þau munu blómstra og það verður hræðilegur ávöxtur ¨segir Bjarni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila