Heimsmálin: Átökin milli Úkraínu og Rússlands eiga eftir að harðna

Það er því miður fátt sem bendir til annars en að átökin á milli Úkraínu og Rússlands eigi enn eftir að harðna og segja má að hryðjuverkaárásin á Crocus tónleikahöllinni leiði til ákveðinnar stigmögnunar. Íslendingur sé málaliði í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir að það dyljist engum að stríðið í Úkraínu sé í raun Bandaríkin og Vesturlönd, sem beita fyrir sig Úkraínu, í stríði við Rússa. Þá sé vitað að sjálfboðaliðar frá Bandaríkjunum og Vesturlöndum séu í Úkraínu. Oftast sé um að ræða sjálfboðaliða frá einkafyrirtækjum í öryggisvörslugeiranum og þá séu einnig sjálfboðaliðar frá Blackwater og fleiri stórfyrirtækjum sem sinna öryggisgæslu og eru aðilar sendir frá þeim sem málaliðar. Þá segir Haukur að Rússar hafi greint frá því að einn Íslendingur sé í Úkraínu sem málaliði.

Glóbalistaöflin frá Washington í fararbroddi

Haukur segir Rússa vera vel meðvitaða um að stríðið í Úkraínu sé í raun svokallað proxystríð(umboðsstríð) með glóbalistaöflin frá Washington í fararbroddi. Hann segir að alltof margir túlki átökin sem stríð hins góða á móti hinu illa, en stóra myndin sé töluvert flóknari. NATO hafi á sínum tíma ætlað sér að leggja Rússland undir sig á Yeltzin tímanum. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir því Pútín hafi komið í veg fyrir þau áform og það hafi NATO og glóbalistarnir aldrei geta sætt sig við.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila