Heimsmálin: Blikur á lofti í Austur Asíu – Stríð gæti brotist út

Spenna ríkir í Austur Asíu milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taíwan, en ekki síður vegna Suður Kínahafs og austur Kínahafs og hernaðaruppbygging heldur þar áfram. Tíðar ferðir háttsettra erindreka frá Bandaríkjunum til Taíwan pirrar stjórnvöld í Peking. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þór Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í þættinum Heimsmálin í umsjón Péturs Gunnlaugssonar.

Hilmar bendir á að Bandaríkin hafi myndað bandalög með vinveittum ríkjum eins og AUKUS þar sem aðildarríki eru Ástralía, Bretland og Bandaríkin og Quad þar sem aðildarríkin eru Ástralía, Indland, Japan og Bandaríkin. Þetta er liður í að styrkja stöðu þessara ríkja gagnvart Kína. Tíðar ferðir háttsettra erindreka frá Bandaríkjunum til Taíwan pirrar stjórnvöld í Peking.

Hvað gera Bandaríkin ef stríð skellur á í Asíu

Þá veltir Hilmar því fyrir sér hvað Bandaríkin og bandamenn þeirra ætli að gera ef stríð skellur á í Austur Asíu? Það sé þegar styrjöld í Evrópu og Miðausturlöndum. Líkleg átakasvæði eru í kringum Taíwan eða Austur Kína eða Suður Kína hafi? Á svipuðum tíma gætu átök blossað upp milli Norður- og Suður- Kóreu, en þar ríkir nú líka mikil spenna.

Norðurslóðir og baráttan um auðlindir og siglingaleiðir

Í máli Hilmars kom fram að hernaðarátökin sem nú fara fram í heiminum eru fjarri Íslandi, en það kann að breytast vegna baráttunnar um norðurslóðir sem fer harðnandi. Á norðurslóðum eiga Rússar mikinn rétt vegna langrar strandlengju og vegna landgrunns síns á svæðinu og Kína styrkir nú samband sitt við Rússland. Siglingaleiðir eftir svokölluðu Northern Sea Route er lykilatriði fyrir Kína og fyrir þá er samvinna við Rússland grundvallaratriði. Kína skilgreinir sig nú sem „Near Arctic State.“

Kínverjar háðir Rússum vegna norðurslóða

Rússar halla sér nú í auknum mæli að Kína og BRICS löndunum m.a. vegna átaka og vaxandi
deilna við Vesturlönd. Kína hefur mikla hagsmuni á norðurslóðum, ekki bara aðgang að
auðlindum Rússlands, heldur siglingaleiðum um svokallað um the Northern Sea Route. Kína
er útflutningsdrifið hagkerfi og mikið af útflutningsvörum landsins fer nú í gegnum Strait of
Malacca milli Malasíu og Indónesíu. Þetta er kannski stærsta efnahags- og öryggisvandamál
Kína. Nauðsynlegar vörur til Kína, þar á meðal olía frá Persaflóanum fer um þessa leið.

Olíuskortur í Kína ef Strait of Malacca lokast

Lokist Strait of Malacca vegna stríðsátaka getur fljótlega orðið olíuskortur í Kína sem myndi trufla hagkerfið með alvarlegum afleiðingum.

Til að komast svo áfram til Evrópu þarf að fara í gegnum Súesskurðinn. Það er því engin furða að Kína leggi áherslu the Northern Sea Route frá Vladivostok til Murmansk og þaðan til Evrópu og Norður Ameríku. Þessi leið er sögð geta stytt siglingaleiðir um allt að 10 daga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila