Heimsmálin: Boð og bönn Bandaríkjanna virka öfugt á Rússland sem eflist við mótlætið

Það hefur verið viðkvæði Bandarískra stjórnvalda að vilja setja alls kyns bönn og kvaðir gagnvart Rússlandi. Þau virðast lítið átta sig á því að slík bönn virka ekki nema síður sé og virðist Rússland eflast við hvert bannið á fætur öðru. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Ólafssonar hagfræðings í þættinum Heimsmálin en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Guðmundur segir að nú þegar átti að reyna að banna Tucker Carlsson að taka viðtal við Pútín hafi það heldur ekki virkað og er Tucker þegar kominn til Rússlands til þess að taka viðtalið. Guðmundur segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem reynt sé að bregða fæti fyrir bandríska fjölmiðlamenn sem vilji ná tali af Pútín því þegar Oliver Stone hafi á sínum tíma tekið viðtal við hann hafi hann verið ausinn skömmum fyrir að hafa ekki látið Pútín heyra það.

Reynt að koma í veg fyrir viðtal Tucker við Pútín

Nú sé það sama upp á teningnum með Tucker sem eins og Oliver Stone trúir ekki þeim lygum og áróðri sem borinn er fram af Pentagon, CIA og þeim fjölmiðlum sem séu á bandi stjórnvalda.gegn forseta Rússlands og vilji kanna málið sjálfur og komast nær sannleikanum. Þessir aðilar hafi lagt á það gífurlega áherslu að reyna að sverta ímynd Pútíns forseta með öllum tiltækum ráðum.

Wikipedia með óhróður um Pútín

Guðmundur segir að í bók rithöfundarins Peter Short, sem hann hafi lesið og fjallar um Pútín og telji um 1100 blaðsíður, komi fram allt önnur mynd af Pútín heldur en sett sé upp á Wikipedia. Segir Guðmundur að sé bókin og Wikipedia borin saman komi í ljós að megnið af því sem fram komi á Wikipedia sé hreinn óhróður um Pútín.

Hann segir að því sé lítið að marka Wikipedia og bendir Haukur á að vefnum sé ritstýrt af CIA. Guðmundur bendir á hvaða trúverðugleika Wikipedia varðar þá gildi það sama um Ríkisútvarpið hér á landi. Ekkert sé að marka það því þar sé ekkert nema áróður sem settur sé fram gegn Pútín eða að þar séu einfaldlega fréttamenn sem séu að setja fram skoðun sína á Pútín sem sé engin fréttamennska.

Augljóst sé að Tucker trúir ekki áróðrinum og vilji því afla sér upplýsinga sjálfur án utanaðkomandi skoðanamótandi afla.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila