Heimsmálin: Einfaldlega lygi hjá Ríkisútvarpinu að aðeins Pútín sé í framboði í Rússlandi

Það er einfaldlega lygi hjá Ríkisútvarpinu sem heldur því fram að aðeins Vladimír Pútín sé í framboði til forseta í Rússlandi, því er hægt að fletta upp með einföldum hætti og sjá að það séu fjórir í framboði. Þetta segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur en hann var viðmælandi Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin á Útvarpi Sögu í dag.

Guðmundur segir að hann sé mjög hissa á að Ríkisútvarpið standi í því að ljúga með þessum hætti þegar hægt sé að fletta þessu upp með afar einföldum hætti og sjá að það eru fjórir einstaklingar í framboði til embættis forseta Rússlands. Þeir sem séu í framboði móti Pútín séu þeir Nicolai Kharitonov formaður Kommúnistaflokksins svo sé það Leonid Slutsky formaður Frjálsra demókrata svo formaður flokksins Nýs fólks sem heitir Vladislav Davankov. Sjá hlekk hér.

RÚV virðist ekki vita að Sovétríkin voru lögð niður fyrir 30 árum

Guðmundur segir að svona haldi Ríkisútvarpið ósannindavaðli fram um Rússland og tali um einræði kommúnista en virðist ekki gera sér grein fyrir að það séu 30 ár frá því kommúnisminn var lagður niður í Rússalandi.

Rússar voru hlynntir Vestrænu samstarfi

Á sínum tíma hafi verið mikill vinskapur milli Rússlands og Bandaríkjanna en þegar Pútín kom í veg fyrir að Bandaríkin gætu haft þetta eins og í Suður Ameríku þá allt í einu er Pútín stimplaður sem afskaplega vondur maður og þá byrjar þessi lygaáróður aftur um Rússa algerlega út í loftið því áður Rússar voru mjög hlynntir samstarfi við Vestræna aðila.

Guðmundur segir að Rússar hafi haldið í vonina að vinskapur milli ríkjanna tæki sig upp á ný allt til ársins 2008 en framkoma Bandaríkjamanna á fundi í Búkarest árið 2008 hafi endanlega bundið enda á allar þær vonir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila