Heimsmálin: Ekkert lát á vargöldinni í Svíþjóð

Ekkert lát virðist á vargöldinni sem geysað hefur á milli glæpagengja í Svíþjóð að undanförnu og byrjaði ný vinnuvika Stokkhólmsbúa með tveimur sprengingum í morgun. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi þar sem hann ræddi meðal annars um ástandið.

Önnur sprengingin átti sér stað í Huddinge hverfinu en þar sprakk sprengja í raðhúsi og samkvæmt lögreglunni var fólk í húsinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar um afdrif fólksins.

Vilja flýja ástandið

Þá var sprengt í einbýlishúsahverfi í Hässelby. Fólki af svæðinu var komið í skjól í bráðabirgðahúsnæði á öðrum stað.

Íbúar í þeim hverfum sem hafa orðið fyrir barðinu á gengjastríðinu tala um að ástandið sé stríðsástandi líkast sem er ekki bætandi ofan á þann ótta fólks um að stríðsógn sem fólk býr almennt við nú um stundir í Svíþjóð. Margir eru farnir að velta fyrir sér að flytja á brott vegna þess ástands sem skapast hefur enda virðist enn sem komið er lítil von til þess að ástandið batni í bráð.

Sænska þjóðin hefur ekki brugðist heldur stjórnmálamennirnir

Athygli hefur vakið orð stjórnmálamanna um ástandið og hafa látið frá sér fara að þjóðin hafi brugðist. Hins vegar er það svo að bæði almennir borgarar og lögreglan hafa í áraraðir ítrekað bent stjórnvöldum á gríðarlega fjölgun glæpa og þá hefur lögreglan oftar en en hönd fæst á talið vakið ahygli á því að glæpum hafi fjölgað svo mjög í landinu að hún réði ekki við ástandið.

Þeir sem tilheyra glæpagengjunum eru flestir ungir menn sem eru börn innflytjenda en lítið hefur verið að gert til þess að koma í veg fyrir að ungir menn gangi til liðs við glæpagengin. Sprengjuárásir, skotárásir, fíkniefnasala, mansal, nauðganir og annað ofbeldi er þannig orðið daglegt brauð í Svíþjóð.

Sálræn áhrif á íbúa óljós

Skaðinn sem glæpagengin valda er mjög mikill. Fyrir utan þau mannslíf sem þau hafa tekið hafa þau valdið mjög miklu eignartjóni. Heilu blokkirnar eru óíbúðarhæfar og þar með hefur fjöldi fólks misst heimili sín auk þess sem óttinn sem það veldur að búa við stjórnlausa glæpaöldu og áhrifin á sálarlíf fólksins sem býr við ógnarástandið eru enn óljós.

Sem fyrr hefur verið kallað eftir því að herinn aðstoði við að koma böndum á ástandið en það er þó flóknara en í fyrstu virðist því breyta þarf lögum til þess að herinn geti gripið beint inn í því hann má ekki samkvæmt núgildandi lögum ganga í störf sem tilheyra lögreglunni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila