Heimsmálin: Fjölmiðlar á Vesturlöndum gátu ekki þaggað niður viðtal Tucker Carlson við Pútín

Í Heimsmálunum í dag var Haukur Hauksson á beinni línu frá Moskvu í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur. Meðal annars var rætt um heimsfrægt viðtal bandaríska fjölmiðlamannsins Tuker Calson við Vladimír Pútín forseta Rússlands í síðustu viku. Áberandi er að hvorki meginstraumsfjölmiðlum á Vesturlöndum eða Facebook hefur ekki tekist að þagga niður viðtalið. Viðtalið hefur vakið gríðarlega athygli enda var það birt óklippt og í beinni útsendingu á Samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter.

Haukur segir áhorfið á viðtalið hafa verið gríðarlegt en rétt tæpur milljarður manna hefur horft á viðtalið. Í viðtalinu fór Pútín yfir sögu Rússlands og Evrópu allt frá árinu 800 og þróun þess til dagsins í dag. Síðan ræddi forsetinn meðal annars um samskipti Rússlands við Vesturlönd og rifjaði upp þegar hann hitti Bill Clinton þáverandi forseta þar sem viðruð var sú hugmynd að Rússar myndu ganga inn í NATO. Síðar hafi þeir hist aftur og þá hafði Bill verið búinn að ræða við sína ráðgjafa og sagði Bill við Pútín að því miður gæti aðild Rússlands að NATO ekki gengið upp að mati ráðgjafanna. Segir Haukur að Pútín hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu á þeim tíma.

Loforðið sem var svikið af NATO

Síðan ræddi Pútín um hvernig það hafi verið svikið á sínum tíma að NATO myndi ekki þenjast út til austurs ef Sovétmenn myndi samþykkja sameiningu Austur og Vestur Þýskalands. Þetta hafi sem fyrr segir allt saman verið svikið og því miður hafði Gorbatsjov ekki vit á því að hafa þetta loforð skriflegt.
Haukur segir að Pútín þekki svo vel sögu Rússlands að hann sé nánast eins og gangandi alfræðiorðabók og hafi stálminni að auki. Haukur segir að það sé hans mat að ráðamenn heimsins og ekki síst hér á Íslandi ættu að hlusta á viðtalið með opnum hug því þarna sé verið að varpa ákveðinni og annari sýn á málefni Rússlands.

Pútín harðneitar undirbúningi að innrás í Svíþjóð

Í viðtalinu spurði Tucker Pútín meðal annars hvort innrás í Svíþjóð væri yfirvofandi eins og haldið hefur verið fram. Pútín sagði að allt slíkt tal væri fáránlegt og Rússland væri stærsta land jarðar og hefði ekkert með önnur ríki að gera og það stæði ekki til að ráðast inn í önnur ríki nema hreinlega að ráðist yrði inn í Rússland af þeim ríkjum.

Í þættinum var einnig rætt um eignarhald meginstraums fjölmiðlanna og samfélagsmiðla og heyra má í ítarlegri umræðu um það í spilaranum hér að neðan. Þá má einnig horfa á viðtalið við Tucker Carlson í heild fyrir neðan spilarann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila