Heimsmálin: Gagnsókn Úkraínu hefur litlu skilað og víglínan lítið færst – Stríðslok framundan

Gagnsókn Úkraínu gegn Rússum hefur litlu skilað og víglínan lítið sem ekkert færst í margar vikur. Skipsts er á skotum í skotgrafarhernaði og stuðningur við Volodomir Zelensky af hálfu Evrópusambandsþjóða hefur dalað töluvert. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir ljóst að átökin í Úkraínu hafi eðli málsins samkvæmt fallið nokkuð í skuggann af átökunum á Gaza og þjóðarleiðtogar sem hafi stutt við Úkraínu séu orðnir ansi þreyttir á ástandinu. Það sé þó ekki að að sjá í nánni framtíð að menn séu tilbúnir að setjast og ræða frið í deilunni.

Haukur segir að þó sé vonast til þess að seinna í vetur eða næsta vor að fari að draga til tíðinda hvað varðar friðarviðræður. Hingað til hafi ekki verið mikill vilji af hálfu vesturveldanna að koma að friðarviðræðum. Vonast sé til að sest verði niður og dregnar verði einhverjar línur í þessum efnum.

Pólverjar munu taka landssvæði til sín

„þarna verður náttúrulega landsvæði sem vestrið eða Evrópusambandið þurfa að taka yfir og þá Pólverjar að einhverju leyti og svo eitthvað af austurpartinum sem Rússar taka þá yfir. Þeir setji þar sínar stjórnir og þjóðaratkvæðagreiðslur á þeim stöðum en auðvitað mæta ekkert allir þangað og menn eru auðvitað á báðum áttum með þetta en ég held að seinasti fasinn í þessu stríði sé að hefjast.

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun leika sigurvegara í forsetakosningunum

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun líklega reyna að koma fram sem friðarleiðtogi gagnvart Bandarískum almenningi í komandi forsetakosningum“

Hann segir að ef svo fari að Joe Biden fari þessa leið sé það áróðurslega snjallt af hans hálfi í þeirri vegferð að ná til kjósenda enda sé það enginn smá pakki að geta hampað því að hafa bundið enda á þetta stríð.

„hann gæti þá fengið talsverðan fjölda atkvæða frá fólki sem kannski ekki veit svo mikið hvar Úkraína er á kortinu“ segir Haukur.

Haukur bendir á að það sé orðið talsvert áþreifanlegt hvernig stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru farnir að láta undan stuðningi við Zelensky forseta í stríðinu og meðal annars forðist þeir að minnast á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu þegar þeir haldi ræður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila