Heimsmálin: Hætta á að átökin á Gaza kunni að breiðast út

Í Heimsmálunum ræddur þeir Pétur Gunnlaugsson og Ögmundur Jónasson fyrrverandi innviðaráðherra um ástökin á Gaza og fleiri mál. Það er ástæða til þess að hafa af því miklar áhyggjur hvað kunni að gerast í miðausturlöndum vegna átakanna á Gaza sem í raun er varla hægt að kalla stríð þvi það sé nær að tala um fjöldamorð sagði Ögmundur í þættinum.

Ögmundur segir að ástæðan fyrir því að menn ættu að hafa áhyggjur af því hvað kunni að gerast vegna átakanna sé augljós. Hann bendir á að slíkir atburðir sem eru að eiga sér stað þarna nú hafi áhrif á fólk, hafi áhrif á fólk og líka á ráðamenn ríkja.

Tviskinningur í pólitíkinni

Þá bendir Ögmundur á að mikill tvískinnngur sé í þeirri pólitík því valdataflið sem sé í kringum átökin og nefnir að Erdogan forseti Tyrklands komi Palestínumönnum til aðstoðar með hjálparsendingum og fleiru á sama tíma og hann láti sprengjum rigna yfir Kúrda í Norður Sýrlandi. Hann bendir á að þegar þessi síðasta hryllingshrina hafi byrjað á Gaza hafi Erdogan á sama tíma hert á árásum sínum á byggðir Kúrda í Norður Sýrlandi og fjallahéruðunum á landamærum Tyklands og Íraks.

Biden Bandaríkjaforseti er Zíonisti

Hann segir ef horft sé á atburðina út frá sjónarhorni þeirra sem vilja stöðva átökin þá sé mjög mikilvægt að þessum átökum linni. Það sé hins vegar mikið áhyggjuefni að þegar þau boð berist frá Hvíta húsinu að þaðan ætli menn ekkert að setja neinar línur eða takmörk við vopnasendingar eða aðstoð þaðan við Ísraela. Þá segir Ögmundur afar mikilvægt að menn geri greinarmun á Zíonistum annars vegar og hinum venjulegu gyðingum hins vegar. Biden forseti Bandaríkjanna hafi t.d. lýst því yfir að han væri Zíonisti.

Hlusta má á nánari greiningu Ögmundar á atburðunum á Gaza í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila