Heimsmálin: Hátæknihernaðurinn varasamur í heiminum

Í þættinum Heimsmálin sem Haukur Hauksson fréttamaður stjórnaði frá Moskvu og ræddi við Bjarna Hauksson þjóðfélagsrýni. Með aukinni tækni verða vopn sem notuð eru í hernaði sífelt öflugri og hættulegri en að sama skapi er sú hætta fyrir hendi að óvinurinn getur náð tökum á hátæknivopnunum með aðstoð hakkara. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin í dag en þar var Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir viðmælandi Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu.

Í þættinum sagði Bjarni frá því að hermenn fái að hafa snjallsína sína með þegar þeir eru í ferðum þar sem geti komið til átaka en slíkt geti eins og dæmin sanna valdið hættu. Sagði Bjarni frá orrustuflugmanni nokkrum sem flaug orrustuþotu Bandríkjahers í lofthelgi Bandaríkjanna þegar svokallaður útskotsbúnaður virkjaðist. Flugmanninum var þannig skyndilega skotið úr flugvélinni og lenti flugmaðurinn í nálægum bakgarði á meðan vélin hélt sína leið.

Hakkari skaut flugmanni út úr flugvél

Bjarni sagði að grunur leiki á að í þessu tilviki hafi hakkari náð að hakka sig inn á kerfi þotunnar og skotið flugamanninum út og fékk flugmaðurinn ekki við neitt ráðið. Með þessari tækni segir Bjarni getur óvinurinn náð stjórn á þotunni og jafnvel lent henni eftir að hann hafi náð stjórn á henni.

Róbótar geta skotið eigin menn

Þetta er þó ekki eini ókosturinn sem hátæknihertól eru gædd því nú hafa verið framleiddir sérstakir róbótar sem eru í formi lítilla rafskriðdreka sem séu mjög hljóðlátir og eru búnir þungavopnum og geta verið notaðir til árása. Fyrir hafi komið að menn hafi misst stjórn á þeim og þeir komið til baka eftir að hafa verið búnir að skjóta hóp manna og mögulega geti sá hópur verið eigin menn. Ástæðan fyrir því að þeir geti skotið á eigin menn sé sú að þeir séu forritaðir til þess að skjóta á menn sem beri eitthvað sem líkist vopnum en forritun þessara vopna getur ekki gert greinarmun á hvort um andstæðinga að ræða eða ekki.

Þessir skriðdrekar virðast þó ekki verið gerðir til þess að vera gerðir út á óvinasvæði því til þess að þeir virki þarf 5G net sem er í fullri virkni og eðli málsins samkvæmt er það sjaldnast að finna á stríðssvæðum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila